Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


texti

Fréttir og tilkynningar

Ungir hönnuðir selja á Jólahönnunarmarkaði Hins Hússins

10.12.2014

Ungir hönnuðir ætla að selja hönnun sína og handverk í Hinu Húsinu fimmtudaginn 11. desember frá klukkan 17:00-22:00. Markaðurinn er hugsaður sem vettvangur fyrir unga hönnuði til að koma hönnun sinni á framfæri sér að kostnaðarlausu. Í boði verður að kaupa ýmislegt fallegt í jólapakkann og má þar nefna handgerðar skissubækur, eyrnalokka, hárbönd, slaufur, hálskraga, prjónaðar og heklaðar húfur og vettlinga, púða, heimabakaðar smákökur og biscotti í gjafapakkningum.

 

Hitt Húsið er miðstöð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Markmið Hins Hússins er að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og endurspegla menningu ungs fólks. Jafnframt veitir Hitt Húsið upplýsingar og leiðbeinir ungu fólki í samstarfi við aðra fagaðila og samtök.

 

Á hönnunarmarkaðinum verður boðið upp á kaffi, piparkökur, jólatónlist og einstakt tækifæri til að sjá unga upprennandi hönnuði stíga sín fyrstu skref í heimi hönnunar.  Fjörið hefst sem fyrr segir kl. 17 í Hinu Húsinu og eru allir velkomnir.  

 

Jólahönnunarmarkaðurinn á Facebook:

https://www.facebook.com/events/1508724319387081/

 

 Nánari upplýsingar veitir Erla Gísladóttir, kynningarfulltrúi Hins Hússins  í síma: 411-5500 eða í gegnum netfangið: erla.gisladottir@reykjavik.is
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit