Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


texti

Fréttir og tilkynningar

Opnun í Gallerí Tukt- Andlit Breiðholts

27.01.2015

Þær Hrefna Lind og Þorbjörg Ósk koma báðar úr Breiðholti.
Þær hafa gegnum tíðina fundið fyrir ákveðnum stimpil sem fólk virðist setja á Breiðholtið. Ekkert endilega til að sýna fordóma, heldur hefur þessi stimpill á vissan hátt fest sig á hverfinu. Margir vilja meina að Breiðholtið sé “gettó” borgarinnar, en þeir sem búa þar virðast alls ekki upplifa hverfið þannig.

Á þessari sýningu sjáum við ýmist fólk sem býr eða vinnur í Breiðholti og heyrum hvað þau hafa að segja um kosti og galla hverfisins, og hvernig þau upplifa það að búa í hverfinu. Andlit Breiðholts er sýning styrkt af Heita Potti Hins Hússins, og verður haldin í Gallerí Tukt, Hinu Húsinu 29. janúar til 7. febrúar.

Hrefna stundar nám við Listaháskóla Íslands í grafískri hönnun og Þorbjörg hefur sótt allskyns námskeið í vídjógerð og ljósmyndun, og stefnir á nám erlendis í vídjógerð.

Opnun á sýningunni verður fimmtudaginn 29. janúar frá 20:00 - 22:00, léttar veitingar verða í boði.
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit