Tónleikar og opnun í Gallerí Tukt
19.02.2015
Það verður mikið um að vera n.k. laugardag í Hinu Húsinu en þá munu nemendur á fyrsta ári í Grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands opna sýningu í Gallerí Tukt á milli kl:15:00-17:00. Á sýningunni eru tillögur að veggspjaldi Unglistar Listahátíðar ungs fólks sem mun fara fram í ár frá 6-14 nóvember. Ein af tillögunum verður valin til að vera plakat hátíðarinnar. Ótrúleg fjölbreytni er í tillögunum og skemmtilegt að skoða þær. Sýningin stendur til 07. Mars. og er opin á opnunartíma Hins Hússins. Hljómsveitin Aragrúi sem vann 3.verðlaun á Músíktilraununum 2013 mun spila á tónleikaröðinni Fjórumfjórðu frá kl:15:00. og það er frítt inn og heitt á könnunni. Allir velkomnir.