Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


texti

Fréttir og tilkynningar

Skráning fyrir Músíktilraunir 2015 er hafin !

24.02.2015

Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í 5 daga og veitir frábært tækifæri til að fylgjast með grasrótinni í íslensku tónlistarlífi. Ungmenni á aldrinum 13-25 ára geta sótt um þátttöku með því að senda inn umsókn á heimsíðu tilraunanna og greiða þátttökugjald. Undankvöldin eru fjögur  þar sem um 40 hljómsveitir keppa að því takmarki að komast áfram á úrslitakvöldið.

Um 10-12 hljómsveitir komast í úrslit og hljóta fyrstu 3 sveitirnar glæsileg verðlaun.

Þá velur dómnefnd efnilegustu hljóðfæraleikarana og einnig er vinsælasta hljómsveitin valin með símakosningu á meðal áhorfenda. Undanfarin ár hefur úrslitakvöldinu verið útvarpað um land allt af Rás 2 og tekur sjónvarpið einnig viðburðinn upp og sýnir síðar.

Upphaf hátíðarinnar má rekja til samstarfs Tónabæjar og Satt (Samband alþýðuskálda og tónlistarmanna) sem m.a. stóðu fyrir maraþontónleikum í kjallara Tónabæjar í nóvember 1982.

Hljómsveitir á borð við Of Monsters and Men, Samaris, Vök og Vio, eiga allar það sameiginlegt að hafa borið sigur úr bítum, undanfarin ár í Músíktilraunum.
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit