Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


texti

Fréttir og tilkynningar

Sumarstörf hjá Hinu Húsinu

10.03.2015

Nú er byrjað að auglýsa eftir starfsfólki í sumarstörf hjá Reykjavíkurborg og það þýðir að sumarstörf hjá Hinu Húsinu fylgja með. Hér er mikið í boði að gera, meðal annars Jafningjafræðslan sem er gefandi og skemmtilegt starf, Listhópar Hins Hússins sem gefa ungu fólki færi á að skapa það sem það vill og auka hróður miðborgar okkar Reykvíkinga þegar kemur að skapandi andrúmslofti á götum borgarinnar, Götuleikhúsið sem að kætir mann og annan, og konu og aðra, börn og barnabörn og allt þar í milli! Sæktu um á heimasíðu Reykjavíkurborgar.
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit