Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


texti

Fréttir og tilkynningar

10 MÁNUÐIR

08.06.2012

10 MÁNUÐIR
Sýning á verkum fyrsta árs nemenda við Sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík

OPNUN LAUGARDAGINN 9 JÚNÍ kl.15-18
Laugardaginn 9 júní kl 15:00-18:00 opnar sýningin 10 Mánuðir í Gallerí Tukt í húsakynnum Hins Hússins. Þar munu nemendur sem lokið hafa fyrsta ári af tveimur við Sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík sýna ný verk, en námið er undirbúningur í fjölbreyttum fögum er snúa að myndlist og hönnun. Deildin er tilraunakenndur vettvangur í samþættingu listnáms og bóklegra faga, og munu nemendur útskrifast að námi loknu með stúdentspróf þar sem bókleg fög eru kennd á forsendum myndlistar og hönnunar. Sjónlistadeild var stofnuð vorið 2011 og er þetta fyrsta sýning þessara nemenda.
Verkin á sýningunni eru fjölbreytt og tilraunakennd og koma nemendur víða við í efnistökum sínum. Flest verkin voru unnin í þriggja vikna verkstæðisáfanga í umsjón Kolbeins Huga Höskuldssonar, Sigtryggs B. Baldvinssonar og Önnu Hallin þar sem unnið var í fjölbreyttan efnivið út frá hugmyndum sem þróuðust á námskeiði í umsjón Ingarafns Steinarssonar og Þorvalds Þorsteinssonar.
Titill sýningarinnar, 10 Mánuðir, vísar til þess að nú hafa nemendur lokið fyrsta ári sínu við þessa nýju deild, tíu mánuði frá ágúst 2011 út maí 2012. Einnig vísar titillinn í ferlið sem verk og hugmyndir fara í gegnum á leiðinni frá brothættum vegvísum til nýrra verka sem leitast á við að takast á við samtíma sinn og opna nýjar leiðir.

Allir velkomnir!

Gallerí Tukt
Pósthússtræti 3-5

Opnunartímar:
mánudaga 9-17, þriðjudaga 9-23, miðvikudaga 9-17, fimmtudaga 9-20, föstudaga 9-17

 
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit