Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Valkyrjan

Hátíðin Valkyrjan er haldin á hverju vori í Hinu Húsinu og er opin öllum ungum konum á aldrinum 15-25 ára. Markmiðið með Valkyrjunni er að lýsa upp og fagna fjölbreytileika stelpna, vinna gegn þeirra eigin staðalímyndum og benda á að stelpur geta verið mjúkar, linar, harðar, töffarar, dömur, artí, skvísur, pæjur, hippsterar, femínistar, blanda af öllu eða hvað það sem þær velja að vera.

Boðið er uppá allskyns örnámskeið, til dæmis ljósmyndun, fatahönnun, gítarspil, jóga, skífuþeytingum, kynlífi, dekkjaskiptum, handavinnu eða að læra að bora í vegg, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Milli námskeiðanna fara svo fram umræður, boðið er uppá veitingar og skemmtiatriði.

Þáttaka er að sjálfsögðu ókeypis. Áttavitinn
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit