Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Atvinnuleit

Ert þú að leita þér að vinnu eða vantar þig aðstoð við ferilskrána? Við höfum ýmis góð ráð. 

Nauðsynlegt er t.d. að eiga greinargóða ferilskrá (CV). Hún skal vera þannig gerð að atvinnurekandi geti á einfaldan og fljótlegan hátt séð hvað þú hefur lært og gert. 

Gott er að gefa sér tíma til að undirbúa gerð ferilskráarinnar og ákveða hvað á að láta koma fram í henni. Ferilskrár eru venjulega 1-2 blaðsíður að lengd. Ferilskrána þarf að eiga á tölvutæku formi svo hægt sé að senda hana á netinu til atvinnurekenda og vinnumiðlana.

Oft er sk. kynningarbréf eða umsóknarbréf sent með ferilskránni en það er stutt bréf sem er miðað að hverju starfi fyrir sig. Umsóknarbréfið er mjög stutt kynning á þér og lýsing á kostum þínum og þekkingu sem gætu nýst í viðkomandi starfi og af hverju þú telur þig hæfan í viðkomandi starf. Umsóknarbréf er hugsað sem viðbót við ferilskrána og dregur fram það helsta úr henni og er hugsað til að ná strax athygli þess sem er að ráða.

Við bjóðum upp á ýmis ráð varðandi atvinnuleitina sjálfa og ráð sem gott er að hafa í huga þegar maður er boðaður í atvinnuviðtal. Einnig veitum við upplýsingar um hefðbundið ráðningarferli og um ráðningasamninga og atvinnutilboð. Viljir þú fá frekari upplýsingar eða skjöl send, vinsamlegast fyllið út formið á Atvinnumálasíðunni og við höfum samband. 

 

 Áttavitinn
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit