Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Tótalráðgjöf

Tótalráðgjöf er alhliða ráðgjöf fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Á heimasíðunni www.totalradgjof.isgeta öll ungmenni fengið svör við sínum spurningum með því að skoða eldri svör eða með því að senda  inn nýjar spurningar. Markvisst unnið að því að svara fyrirspurnum sem berast inn innan þriggja daga og fullur trúnaður er ávallt viðhafður og nafnleynd er höfð ef óskað er eftir því. Vert er að benda á að við erum skyldug til að tilkynna kynferðisbrotamál, ofbeldismál og afbrot til lögreglu ef við höfum fullt nafn.

 Fyrirspurnum er svarað af netinu:

•    Af Tótalvefnum eða sent beint til hans í einkapósti

•    Viðkomandi er boðið í ráðgjöf hjá okkur símlega eða í viðtal

•    Við komum einstaklingnum áfram í frekari ferli hjá fagaðila eftir því sem við á og       hver þörfin er.  

STARFSMENN:
 
Ráðgjafarteymið í Tótalráðgjöf.is samanstendur af fagfólki sem vinnur markvisst af því að leiðbeina ungu fólki í réttan farveg í lífinu og hefur mikinn metnað fyrir starfinu sínu. Hver og einn hefur sitt sérsvið, dæmi um sérsvið er kynlíf, námsráðgjöf, þunglyndi, fíkn, léleg sjálfsmynd og ástarsambönd og ástamál. Ráðgjafateymið hefur mikla reynslu af því að vinna með ungu fólki.

Tótalteymið er:

•         Félagsráðgjafar

•         Kynlífsráðgjafar

•         Sálfræðingar

•         Almennir ráðgjafar

•         Náms- og starfsráðgjafar

•         Tómstundafræðingar

•         Hjúkrunarfræðingur

 
 Hægt er að hafa samband við starfsmenn Tótalráðgjafar í Hinu Húsinu í síma 411 5500. Hitt Húsið er í Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík. 


Áttavitinn
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit