Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Unglist - Dagskrá 2001

Unglist-listahátíð ungs fólks árið 2001.

Unglist listahátíð ungs fólks er aðal málið á rauðum haustdögum. Ef að þú vilt skapa og skemmta þér þá er Unglist eitthvað fyrir þig. Setning Unglistar verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 19 október og síðan verður þetta bara ein samfelld listveisla fram til 27. október. UNGLIST UNGLIST UNGLIST-LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS 19/10 - 27/10. Kynntu þér málið og athugaðu að það er engin aðgangseyrir á viðburði Unglistar.

Dagskrá-Reykjavík.
Föstudagur 19.10.

Ráðhús Reykjavíkur-Tjarnarsalur. Kl: 20.00.

Setning Unglistar hefst kl: 20.00. í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur- þar verður meðal annars:
· Bóas Hallgrímsson setur Unglist árið 2001.
· Hrint af stað Ljósmynda-og myndlistarmaraþoni. Afhent verða gögn og reglur um þátttöku. Vegleg verðlaun eru í boði.
· Nemendur úr Hönnunardeild Iðnskólans í Reykjavík opna sýningu á óheftu hugmyndaflugi í sambandi við hönnun á hinum ýmsu fyrirbrigðum.
· Anonymous.
· Tónaflokkurinn
· Dagskrárbrot frá komandi viðburðum Unglistar.
· Götuleikhúsið með óvænta uppákomu

Laugardagur 20.10.
Ráðhús Rvk-Tjarnarsalur. kl: 20.00.
· Tískusýningin hjá fagmönnum framtíðar verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nemendur úr fataiðnbraut Iðnskólans í Reykjavík sýna. Förðunarskólinnn No Name sér um förðun og nemar úr hársnyrtibraut Iðnskólans í Rvk sjá um hárgreiðslu.
· Gestur sýningarinnar er vinningshafi frá Lunga-listahátíðar ungs fólks á Seyðisfirðiþ

Sunnudagur 21.10.
Ráðhús Rvk-Tjarnarsalur. Kl: 20.00.
· Klassiskir tónleikar· Tónlistarskólinn í Reykjavík
· Nýi Tónlistarskólinn
· Tónskóli Sigursveins D Kristjánssonar
· Söngskólinn í Reykjavík
· Tónlistarskólinn í Grafarvogi

Mánudagur 22.10.
Hitt Húsið- Geysir Kakóbar. Kl: 20.00.
· Ljóða slamm. Ungskáld borgarinnar slamma orð á borð.. Ýmis ungskáld munu lesa upp og getur hvaða unga skáld sem er komið og tekið þátt.
· Nánari upplýsingar fást með því að hringja í Hitt Húsið í s:551 5353..

Þriðjudagur 23.10.
Hitt Húsið-Geysir Kakóbar. Kl: 20.00.
· Listakvöld Framhaldsskólanna,skapandi, skínandi og alveg hreint skelfileg skemmtilegheit

Miðvikudagur 24.10.
Tjarnarbió Kl: 20.30.
· Dansinn dunar.
Heiðursgestir kvöldsins:
Brot úr verkinu Fimm fermetrar eftir Ólöfu Ingólfsdóttur
Tónlist: Hallur Ingólfsson
Dansarar: Jóhann freyr Björgvinsson, Valgerður Rúnarsdóttir og Andri Örn Jónsson
Nemendur frá Listdansskóla Íslands, Klassiska Listdansskólanum, Jazzballettskóla Báru, Dansskóla Birnu Björnsdóttur, Danshópurinn Ok, strákarnir í danshópnum Götudans dansa af hjatans list.

Fimmtudagur 25.10.
Tjarnabíó Kl.20.00.
· Jazzupplifun, ungir Jazzgeggjarar leika að fingrum fram m.a..
· Varð
· Tríó Hafdísar
· The one-off Band
· Fnúsk
· Sammi básuna/Gísli Galdur

Geysir Kakóbar Kl: 20.00-23.00.
Vegna þess að list er smitandi og okkur langar að smita alla. Piazza dell'arte er farandverkefni, einhverskonar farand - lista - lest sem hefur ferðast um Belgíu síðan 1999 með það að markmiði að færa listsköpun til ungs fólks. Belgísk, þýsk og íslensk ungmenni hittust í fjölmenningarlegu Antwerpen í 12 daga og sköpuðu saman og sitt í hvoru lagi. Afrakstur íslenska hópsins verður sýndur á Geysi kakóbar frá kl: 20.00-23.00.

Föstudagur 26.10.
Tjarnarbíó Kl: 20.00.
· Harðkjarnarokk í samvinnu við dordingull.com. Hljómsveitirnar: Mínus, Andlát, Snafu, I´Adapt og Klink.

Laugardagur 27.10.
Tjarnarbíó Kl. 20.00.
· Rokk-Rokk. Fram koma hljómsveitirnar: Lúna, Kuai, Sofandi, Úlpa og Fidel. Gestahljómsveit: Castor, vinningshafar frá Lunga Seyðisfirði.

Myndlistarsýningar:
SIE 15 myndlistanemendur frá Íslandi, Eistlandi og Finnlandi verða með sýningu í verslunargluggum á Laugaveginum. Unnið er út frá þemanu Ég-hlutur .Opnun 25.10.í Pennanum-Eymundsson kl: 18:00.-18:30. Sýningin stendur til 08.11. Sýningin er styrkt af Ungu Fólki í Evrópu og Menntamálaráðuneytinu.Einkasýningar:

Þuríður Helga Kristinsdóttir verður með einkasýningu í anddyri Tjarnabíós. Opnun 23.10. kl: 21:00. Sýningin stendur til 27.10.Alison Gerber með innsetninguna Stopgap Measure í stigagangi Hins Hússins

Hver er ég án samskipta minna ? Ég verð þá allt fyrir alla. Sýningin stendur frá 19.10.-02.11.´01

Sýningar í Gallerí Geysi Hinu Húsinu v/Ingólfstorg.

21.10.-31.10. Sýning á verkum myndlistarmaraþons. Verðlaunaafhending fer fram laugardaginn 27.10. kl:16:00.

03.11.-17.11. Sýning á myndum ljósmyndamaraþons.

· Verðlaunaafhending fer fram laugardaginn 10.11. kl:16:00.

A.T.H. ókeypis aðgangur á alla viðburði Unglistar

Didgeridoo og Ljósmyndasmiðja.

Buzby verður með alveg frábært námskeið í að spila á Ástralska frumbyggjahljófærið Didgeridoo (Yidaki).

Námskeiðið er stutt og laggott og fer fram á kvöldin dagana 12., 15., 16., 17. og 18. október. Allar nánari upplýsingar í Hinu Húsinu í s: 551 5353. Skelltu þér og skráðu þig núna.Brian Sweeney ljósmyndari m.a. hjá Melody Maker verður með ljósþétta ljósmyndasmiðju 2 kvöld á viku í 4 vikur. Smiðjan byrjar fyrstu vikuna í október. Allar nánari upplýsingar og skráning ekki seinna en núna í Hinu Húsinu í síma: 551 5353.Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit