Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Unglist - Dagskrá 2003

Unglist Listahátíð ungs fólks 07.11.-15.11.2003.
Föstudagur 07.11.

Tjarnabíó. Kl:19:30.

Setning Unglistar hefst kl: 19:30. í Tjarnarbíó þar verður meðal annars:

Athyglisverður ungur listamaður setur Unglist árið 2003.

Myndlistarmaraþoni hleypt af stokkunum. Afhent verða gögn og reglur um þátttöku. Vegleg verðlaun eru í boði.

Götuleikhúsið með óvænta uppákomu

SAMSULL-ROKK hristingur HEFST KL:20:00

Veggljós að austan, Danni og Diexilanddvergarnir, Ókind, Lokbrá, Noise, Jan Mayen, Ríkið, ESP, Days of our lifes

Laugardagur 08.11.

Tjarnabíó. kl:20:00.

Tískusýning: LITLIR KASSAR. og ENDURVINNSLA frá Skólavörðuholtinu og Stokkhólmi


Nemendur á fataiðnbraut Iðnskólans í Reykjavík í samvinnu við hárgreiðslu- og hönnunarbraut kynna - tískusýningu án takmarkana. Nýjar hugmyndir ástamt faglegum vinnubrögðum verða kynnt, þar sem ferningsformið mun verða rauði þráður sýningarinnar hjá þeim.. Einnig munu hönnunarbrautarnemendur úr fatasaumsáfanga Iðnskólans í Reykjavík sýna hvernig efni, föt og annað gamalt fær nýjan svip í  þeirra meðförum.

Á eftir þeim verða ungir sænskir tískuhönnuðir kynntir til sögunnar. Vivianne Reza og Markus Karlsson starfa hjá samtökunum Svensk Design Forum í Stokkhólmi, en þau samtök aðstoða unga hönnuði við að koma sér á framfæri.Nú koma þau til Reykjavíkur á Unglist með verk sjö ungra, sænskra hönnuða, sem öll hafa fengið það verkefni að vinna úr þemanu Endurvinnsla. Sænska sýningin er í boði Stokkhólmsborgar og liður í Sænskri menningarviku.

Gestur sýningarinnar er vinningshafi frá Lunga-listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði.

Sunnudagur 09.11.

Ráðhús Reykjavíkur-Tjarnarsalur Kl:20.00.

Klassiskir tónleikar

Tónlistarskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands, Tónlistarskólinn í Grafarvogi, Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar, Tónskóli FÍH, Nýi söngskólinn Hjaratans mál,Nýi tónlistarskólinn,Tónmenntaskólinn í Reykjavík

Mánudagur 10.11.

Tjarnabíó Kl:20:00.

Framsækniskvöld S.P.E.C.A.P. eða S.L.Á.T.U.R.

(samtök listrænt ágengra tónlistarmanna umhverfis Reykjavík).

Jeremiah Runnels (raftónlistarmaður, djassgítaristi) Jesper Pedersen (tölvumúsíkant)

Charles Ross (tónskáld og fiðluleikari) svo verða Angurgapi, hestbak, Varð

Ásamt mögum fleirum

Nasasjón af ýmissi nýrri óskilgreinanlegri tónlist sem tengist djassi, nútímatónsmíðum og raftónlist.

Þriðjudagur 11.11.

Tjarnabíó Kl:20:00.

Ljóðamixtúra,elexír og fleira.

Agínía, Nýhil, Slampoetri, Lúðrasveit Lýðsins og og ýmisr Dj-ar

Miðvikudagur 12.11

Tjarnarbió kl:20.00.,

Darraðardans

Fjölbreytt og skemmtileg dansatriði úr danskólum borgarinnar ásamt gestum.

Listdansskóli Íslands, Klassíski Listdansskólinn, Jazzballettskóli Báru, Dansskóli Birnu Björnsdóttur , Ballettskóli Guðbjargar Björgvinsdóttur, Kramhúsið, Nemendur í starfsnámi hjá Íslenska Dansflokknum og sérstakir gestir eru dansarar frá Dansleikhúsinu

Fimmtudagur 13.11.

Tjarnabíó kl.20.00.

Leiktu betur. Aftur

Það verður barist upp á líf og dauða. Aftur. Það getur aðeins orðið einn. Aftur.

Meiri skemmtun, meira fjör, fleiri kynnar, meiri leiklist og allir framhaldsskólar á landinu nema þeir sem taka ekki þátt!  Hverjir komast áfram ?

Föstudagur 14.11.

Tjarnabíó kl:19:30.

TFA kynnir:

Skífuskank - Íslandsmeistarakeppni plötusnúða &

Taktkjaftur 2003 - Beatbox meistari Íslands

Þar mun ráðast hver er færasti plötusnúður Íslands og hver er fjölhæfasti taktkjafturinn.

Meðal þátttakenda verða:

DJ B Ruff, DJ Magic, DJ Paranoya, DJ Big Gee, DJ Wiz, DJ Nino, DJ Gummó, MC taktkjafturinn, Bangsi, MC Mezzías, MC Bjartur Boli, MC Ruben, MC Siggi Bahama, MC Hermigervill o.fl. o.fl.

Kynnir verður: Karl KD (Subta Levels)

Allar nánari upplýsingar má finna á www.hiphop.is

Laugardagur 15.11.

Tjarnabíó kl: 20:00.

Kvöld hins óvænta, gjörningar og annað kukl.

Nemendur Listaháskóla Íslands koma á óvænt með listrænni tilraunamennsku þar sem allt getur gerst.

Sýning í Gallerí Tukt Hinu Húsinu Pósthússtræti 3-5.

Gallerí Tukt 09.11 -1/12 sýning á afrakstri myndlistarmaraþons Unglistar.- opnun sýningar 09/11, verðlaunaafhending 22/11 , lok sýningarinnar 1/12

A.T.H. ókeypis aðgangur á alla viðburði Unglistar Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit