Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Unglist - Dagskrá 2004

Dagskráin 2004:

Nú er hópur fjörugra karla og kvenna alveg á fullu við að undirbúa viðburðina fyrir Unglist 2004 sem fer alveg að bresta á.  Hátíðin verður haldin í Tjarnabíó og hefst föstudagskvöldið 5 nóv. á Rokki og róli.  Bibbi Curver ætlar að setja hátíðina kl: 20:00. en húsið opnar kl:19:30.  Hljómsveitirnar Búdrýgindi, Mammút, Lada sport, Coral, Lokbrá, Isidor, Hoffmann, Armæða og Tonik stíga þar á stokk og trylla mannskapinn í algjörum ROKKBRÆÐINGI. 

MYNDLISTARMARAÞONINU fræga verður líka hleypt af stokkunum það kvöldið í Tjarnabíó kl:19:30 og auðvitað eru frábær verðlaun í boði, myndlistarnámskeið hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík og myndlistavörur frá Lucas vááááááá það er bara að mæta og skrá sig til leiks og auðvitað allt ókeypis.

Heyrst hefur að Götuleikhúsið ætli sér eitthvað að skjóta upp kollinum þann daginn á laugaveginum með einhverja víraða uppákomu að vanda

Inga Þyri Þórðardóttir sem hefur lokið fyrsta ári í ljósmyndanámi við The European Institute of Operative Arts í Perugia á Ítalíu opnar  sýningu á ljósmyndum í Upplýsingamiðstöð Hins Hússins kl: 17:00.-19:00.  Þemu myndanna eru þrjú: portrettar, landslög og einhversskonar sambland af raunveruleika og endurspeglunum. Á næsta ári hyggur hún á frekara nám í Toulouse, Frakklandi.


Tískusýning-Laugardagskvöldið 6.nóv. Húsið opnar 20:30. og sýningin hefst 21:00. Það verður svaka tískusýning sem að  Sara, Halldór og fleiri fatafrík í Iðnskólanum eru á fullu við undirbúa.  HVerju klæðumst við í vetur, hvað verður inn ? eða komum við bara nakin fram ?


Klassískir tónar-Sunnudagkvöldið 7.nóv. KL: 20:00. fljúgum við í hæstu hæðir með hjálp Klassískra tóna en hún Áslaug sem var með Útvarp Mandólín hérna um árið er að hitta forsprakka helstu tónlistaskóla borgarinnar og móta alveg rosalega glæsilega dagskrá sem mun hæfa okkur beint í hjartastað.


Darraðardans-Miðvikudagskvöldið 10.nóv. Kl: 20:00. heldur síðan dagskráin áfram  þar sem dansaður verður darraðadans. Sóley Kaldal sem var í Danshópnum Fúsion vinnur ötulega við að tvista saman dagskrána og fáum við efalaust að sjá fima fætur og nýjungar á danssenunni frá helstu ungdönsurum borgarinnar. Sérstakir gestir verða dansara úr Íslenska Dansflokkunum sem ætla að sýna brot úr hinu glæsilega og kröftuga verki Screensaver. Þú vilt ekki missa
af þessu!
Dagskrá Darraðardans


Leiktu betur-Fimmtudagskvöldið 11.nóv. Kl: 19:30.munu hvorki meira né minna en fulltrúar frá öllum framhaldsskólum borgarinnar stíga á stokk og spreyta sig á leihússporti í LEIKTU BETUR en Jakob fyrrum Ofleikari er út um borg og bý við að undirbúa leikana.


Framsæknikvöld-Föstudagskvöldið 12.nóv. verður sko rafmagnað því hann Steini tónlistargúru sem er í Listaháskólanum er að spinna fram eithvað frumlegt Framsækniskvöld S.P.E.C.A.P. eða S.L.Á.T.U.R. (samtök listrænt ágengra tónlistarmanna umhverfis Reykjavík).jazz og tilraunakvöld þar sem að bara má búast við því óvænta á tónlistarlegum vettvangi.


Skífuskank og taktkjaftur-Laugardagskvöldið 13.nóv. Húsið opnar 19:30. verður svo sleginn lokatakturinn á Unglist þetta árið en þar er hann Ómar TFA maður á útopnu við að skipuleggja Skifuskank og Taktkjaftinn þetta ári.


Í Skífuskanki verður keppt í tveimur flokkum, Syrpu-riðli og Skank-riðli, þar sem plötusnúðarnir keppa ýmist um hver gerir bestu syrpuna eða hver kann best og flest skönk. Þetta er 7. keppnin af þessu tagi sem haldin er hér á landi og hafa skífuskankarar á borð við dj Magic, dj Intro, dj Big Gee og dj Fingaprint verið meðal sigurvegara undanfarin árin.

Taktkjafturinn var haldinn í fyrsta sinn í fyrra fyrir kjaftfullu húsi. Þar er keppt í taktkjafti sem heitir á ensku “Beatbox”. Sigurvegarinn er sá sem kann best að spýta út úr sér töktum og hljóðbrellum án nokkurar hjálpar frá neinum tækjum.

Dagskrá kvöldsins:

19:30 -Húsið opnar

20:00-Skífuskank – Skankriðill

20:30-Skífuskank – Syrpuriðill

21:00-Skemmtiatriði & hlé

21:30-Taktkjaftur

22:00-Skemmtiatriði

22:30-Úrslit tilkynnt + aukasyrpur sigurvegara.

Kynnir kvöldsins verður Karl KD (Charlie D), Plötusnúður hússins mun verða dj Deluxe.

Allar nánari upplýsingar á Hiphop.is  Hiphop lengi lifi.

 

ANNAÐ:  Inga Þyri Þórðardóttir sem hefur lokið fyrsta ári í ljósmyndanámi við The European Institute of Operative Arts í Perugia á Ítalíu verður með sýningu á ljósmyndum í Upplýsingamiðstöð Hins Hússins.  Þemu myndanna eru þrjú: portrettar, landslög og einhversskonar sambland af raunveruleika og endurspeglunum.Á næsta ári hyggur hún á frekara nám í Toulouse, Frakklandi..

 

Sýning á afrakstri úr myndlistamarþoni Unglistar verður í Gallerí Tukt 8/11-15/11.


Munið að það er ókeypis á alla viðburðina, já ókeypis og allir viðburðirnir fara fram í Tjarnabíó.  Bara að mæta og chiiiiiillllla. Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit