Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Unglist - Dagskrá 2005

Föstudagur 04.11.

Sundhöllin í Reykjavík v/Barónsstíg Kl:19.00 og 21:00

THE CHINA MAN leikhúsgjörningur eftir Firenza Guidi með þátttakendum frá Íslandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Wales.

The Chinaman, nobody and everybody knows.  S/he´s is a healer, a soother, a soothsayer, a catalyst for change where change might never happen without the outsider´s gaze.  Look through the eyes of the Chinaman.  What do you see?  How is an unknown world squeezed through a peephole ?  The Chinaman sits on volcanic ground, ready to explode.  She might not even be Chinaman at all.  F.G.

Upplýsingamiðstöð Hins Hússins Pósthússtræti 3-5.  kl:13:00.-17:00.

 

MYNDLISTARMARÞON UNGLISTAR:

Myndlistarmaraþoni hleypt af stokkunum.  Afhent verða gögn og reglur um þátttöku.  Vegleg verðlaun frá Myndlistaskólanum í Reykjvík og Lucas myndlistarvörum eru í boði.

 

VERKEFNIÐ GJÖRNINGUR:
Verkefnið heitir Gjörningur 2 (gjörningur í 2.veldi) og er frá nemendum í byrjendaáfanga í THL sem er fatahönnununar og saumaáfangi í Fjölbraut í Ármúla. Nemendur bera fram hönnun sína á óhefðbundinn hátt: fatahönnun, ljósmyndir og tónlist, allt í einu og sama rýminu.  OPNUN SÝNINGARINNAR VERÐUR Á MILLI KL: 15:00.-17:00.


Laugardagur 05.11.
 
Laugardalslaug við Sundlaugarveg kl:12:00.

 LESIÐ Í LAUGINNI.  Nú gefst sundlaugagestum tækifæri á að slá tvær flugur í einu höggi og næra bæði líkama og sál í heitu pottum laugarinnar. Smásögur eftir Arndísi Þórarinsdóttur munu hanga við heitu pottanna gestum til aflestrar.  Arndís vann síðastliðið sumar við Skapandi sumarstörf hjá Hinu Húsinu og eru smásögurnar afrakstur sumarvinnunnar.  LESIÐ Í LAUGINNI verður farandsverkefni í sundlaugum borgarinnar í vetur.
• Götuleikhús Hins Hússins verður með óvænta uppákomu.


 
Tjarnarbíó.  Tjarnargötu 12.  kl: 20:30.

“LÍF Í TUSKUNUM” Tískusýning.
Nemar í Iðnskólanum í Reykjavík munu sýna föt sem þeir hafa saumað og að auki má gera ráð fyrir óvæntum uppákomum.  Húsið verður opnað kl 20

 
Sunnudagur 06.11.
Tjarnabíó.  Tjarnargötu 12  Kl: 20.00.
 

SÍGILDIR TÓNAR.


Sunnudagskvöldið verður tileinkað sígildum tónum úr öllum áttum. Nemendur úrTónskóla Sigursveins, Tónlistarskólanum í Reykjavík, Nýja söngskólanum Hjartans mál, Tónskóla Grafarvogs, Listaháskóla Íslands og Nýja tónlistarskólanum leika fyrir áheyrendur fjölbreytt og skemmtileg verk frá hinum ýmsu tímabilum tónlistarsögunnar. Tónleikarnir byrja kl. 20:00,
endilega mætið og kynnist betur þeirri frábæru skemmtun sem sígild tónlist hefur upp á að bjóða.

 
 
Þriðjudagur 08.11.

Tjarnabíó.  Tjarnargötu 12  Kl: 20:00.

URBAN DANCE Íslandi
      kynna
Urban Dance Night
Það allra heitasta sem er að gerast í Íslenskri dansmenningu: Bboying, Hiphop, Jamacian Rhythm, Freestyle, Newstyle, House, Locking, Popping og margt fleira.  Efnilegustu dansarar landsins sýna og sanna hvað það þýðir að vera Fresh! be there of be square

 

Miðvikudagur 09.11

Upplýsingamiðstöð Hins Hússins 9-11 nóv. kl:14:00.-18:00.

LIFANDI BÓKASAFN.
-Tæklaðu fordómana og tryggðu þér eintak -

Það verður starfrækt lifandi bókasafn í Hinu Húsinu í tengslum við Unglist 2005. Markmiðið er að bjóða upp á tíu bækur hvern dag sem bókasafnið er opið og verður hægt að nálgast þær í Hinu Húsinu.“Bækurnar” á bókasafninu eru manneskjur og gefst bókasafnsgestum kostur á því að fá “bækurnar” til láns í 45 mínútur í senn.  Tilgangurinn með þessari frábæru hugmynd er að gefa fólki kost á því að kynna sér hinar ýmsu persónur sem flokkast undir minnihlutahópa samfélagsins eða þá sem oftar en ekki mæta fordómum frá umheiminum. Þessar “bækur” gætu t.a.m. verið hommar, lesbíur, lögreglumenn, fyrrverandi fíkniefnaneytendur, fyrrverandi fangar,  innflytjendur, ellilífeyrisþegar, fatlaðir og svona mætti lengi telja.  Hugmyndin að “Lifandi bókasafni” kemur upprunalega frá Danmörku og var fyrst prófuð af á Hróaskelduhátíðinni þar í landi árið 2000. Hugmyndin hefur flakkað víðsvegar um Evrópu og er nú orðin fastur liður í dagskrá ýmissa hátíða.
 

Tjarnarbió.  Tjarnargötu 12.  kl: 20.00.

DARRAÐADANS
Ungir íslenskir dansarar munu sameinast og sýna listir sínar. Darraðadans er óvissuferð um hinar fjölmörgu stefnur dansins þar sem ólík form mynda töfrandi heild. „Æfingin skapar meistarann“ eru einkunnarorð kvöldsins, því án góðra dansskóla yrðu engir framúrskarandi dansarar á Íslandi.

 

Dansskólar með atriði:
Kramhúsið
Dansskóli Birnu Björnsdóttur
Jazzballettskóli Báru
The Dome
Klassíski listdansskólinn
Magadanshúsið
Ballettskóli Guðbjargar Björgvinsdóttur

 Sérstakir gestir: Listdansskóli Íslands


Fimmtudagur 10.11.

Tjarnarbíó.  Tjarnargötu 12  kl. 20.00.
 
Tilrauna kvikmyndatvíeikið, afmyndað afkvæmi hugarfósturs, sýnir lokaútburð á frumburði sínum afmynduðu afkvæmi hugarfóstri í Tjarnarbíói og njótið vel. 

Föstudagur 11.11.

 Tjarnarbíó.  Tjarnargötu 12  kl. 20.00.
 
LEIKTU BETUR 2005
Framhaldsskólakeppni í leikhússporti
Fjórða árið í röð munu níu framhaldsskólar leika í mest spennandi leikhússportkeppni á Íslandi. Brjáluð stemmning, sprenghlægileg atriði og ekkert er ákveðið fyrirfram! Húsið opnar 19:30 og að sjálfsögðu er frítt inn.

Laugardagur 12.11.
 Tjarnarbíó.  Tjarnargötu 12.  kl: 20:00.
 
HIPsuðuROKKsull

2 Leikmenn
Strákarnir úr Hoochie
Ramses
Maximum
Sudden Weather Change

Jakobínarína

Hello Norbert

Nintendo

Myndlistarsýningar:

Sýningar í Gallerí Tukt Hinu Húsinu Pósthússtræti 3-5.
07.11-12.11  Sýning á verkum myndlistarmaraþons.  Verðlaunaafhending fer fram laugardaginn 12.11. kl:16:00.

A.T.H. ókeypis aðgangur á alla viðburði Unglistar Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit