Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Unglist - Dagskrá 2006

Unglist Listahátíð ungs fólks.
03.11.-11.11.2006.

Eins víst og Lóan kemur á vorin þá hefur Unglist Listahátíð ungs fólks, verið árviss viðburður á haustdögum í Reykjavík frá árinu 1992.  Hátíðin stendur yfir í rúma viku í hvert sinn með fjölda þátttakenda og njótenda.  Unglist hefur ávallt verið starfrækt í tengslum við Hitt Húsið, menningar -og upplýsingarmiðstöð ungs fólks.  Dagskráin í ár er fjölbreytt að vanda þar sem ljúfir klassískir tónar hljóma, rokkið tekur völdin, dansinn dunar, kjólacult og kápuklassík, gjörningar, drama og annað gott verður lagt á borð fyrir listætur.  Allt í boði ungs fólks sem hefur af elju og metnað gert gnægtarborð listanna sem veglegast.  Verið velkomin á Unglist 2006 og njótið vel


Dagskrá
Föstudagur 03.11.

Tjarnarbíó. Tjarnargötu 12.  Kl: 21:00

Fjöllistakvöldið ” Heyr, heyr hamfarir”
Í boði listaháskólanema við LHÍ

Götuleikhús Hins Hússins verður á sveimi , úti og inni og allt um kring frá kl:20.00.

Upplýsingamiðstöð Hins Hússins Pósthússtræti 3-5.  kl:13:00.-17:00.

MYNDLISTARMARAÞON:
Myndlistarmaraþoni hleypt af stokkunum.  Afhent verða gögn og reglur um þátttöku.  Vegleg verðlaun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og Lucas myndlistarvörum

P-ART FÁ OPNUN KL: 15:00.
Þar sem árleg Peruvika er að hefjast í Fjölbrautarskólanum í Ármúla, þá hefur fatahönnunarhópur í samvinnu við ljósmyndaklúbb og nemendaráð FÁ ákveðið að taka þátt í Unglist 2006 undir merkjum Perunnar. Við köllum verkefnið P-art FÁ (eða "FÁ p-art") og samanstendur af stórum ljósmyndum af hönnun nemenda. Auk þessa verður fatnaður á gínum sem nemendur fatahönnunarhóps hafa unnið að í vetur.


Laugardagur 04.11.

Tjarnarbíó.  Tjarnargötu 12.  kl: 20:00.
   
Pilsarokk og buxnapopp
Kjólacult og kápuklassík

Tískusýning fataiðnnema í Iðnskólanum í Reykjavík
   
   
Sunnudagur 05.11.

Tjarnabíó.  Tjarnargötu 12  Kl: 20.00.
   
SÍGILDIR SEIÐANDI TÓNAR.
Tjarnarbíó fyllist af seiðandi sígildum tónum. Ungt og upprennandi listafólk úr tónlistarskólum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið munu leika og syngja fjölbreytt sígild verk frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar fyrir tónleikagesti.
   
Mánudagurdagur 06.11.

Tjarnabíó.  Tjarnargötu 12  Kl: 20:00.

King Of The Iceberg
Bboying keppni  (Breikdans)

Battle keppni í einn á móti einum og crew á móti. crew
þar sem breikarar keppa um titilinn
 “King Of The Iceberg.”

Miðvikudagur 08.11

Tjarnarbió.  Tjarnargötu 12.  kl: 20.00.
   
Hvað er betra en að dansa!

Kvöldið verður tileinkað ungum og efnilegum dönsurum sem koma úr ólíkum áttum. Þeir hittast á jafnréttisgrundvelli og sýna helstu stíla og stefnur íslenskrar dansmenningar í dag. Þetta er ómissandi tækifæri fyrir áhugasama til að skyggnast inn í heim dansaranna og sjá uppskeru erfiðis þeirra líta dagsins ljós.

Þátttakendur atriða kvöldsins koma frá:

Íslenska Dansflokknum
Listaháskóla Íslands
Listdansskóla Íslands
Dansrækt JSB
Dansskóla Birnu Björns
Klassíska Listdansskólanum
Kramhúsinu
Árbæjarþreki
Strákaverkefni Íd


Fimmtudagur 09.11.

Tjarnarbíó.  Tjarnargötu 12  kl. 21.00.
   
Samtíningur í boði Októberhópsins.

Hitt Húsið-Kjallari, Pósthússtræti 3-5.  Kl: 20:00.

Opið hús, málun,stenslar,litir, tónlist, myndlist, kennsla og fleira fútt.  Gestir og gangandi fá að spreyta sig á hinum ýmsu miðlum.
   

Föstudagur 10.11.

Tjarnarbíó.  Tjarnargötu 12  kl. 20.00.
   
LEIKTU BETUR 2006
Framhaldsskólakeppni í leikhússporti
 
Fimmta árið í röð munu  framhaldsskólanemendur leika í mest spennandi leikhússportkeppni á Íslandi. Brjáluð stemmning, sprenghlægileg atriði og ekkert er ákveðið fyrirfram! Húsið opnar 19:30 og að sjálfsögðu er frítt inn.

Laugardagur 11.11.

Tjarnarbíó.  Tjarnargötu 12.  kl: 20:00.
   
HIPsuðuROKKsull

Lada sport
Bertel
Retro Stefson
Sudden Weather Change
Hello Norbert
Tonik

Myndlistarsýningar:
Sýningar í Gallerí Tukt Hinu Húsinu Pósthússtræti 3-5.
• 05.11-18.11  Sýning á verkum myndlistarmaraþons. 
Verðlaunaafhending fer fram laugardaginn 11.11. kl:16:00.

A.T.H. ókeypis aðgangur á alla viðburði Unglistar
 Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit