Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Unglist - Dagskrá 2007

Unglist 2007

Unglist - Listahátíð ungs fólks dagana 2.11. - 10.11. 2007
Unglist er árleg listahátíð helguð sköpun og sprengikrafti ungs fólks. Menningarveisla þessi, sem stendur í rúma viku, hefur verið haldin síðan 1992 og er starfrækt í tengslum við Hitt Húsið, menningar- og upplýsingarmiðstöð ungs fólks. Dagskráin í ár er fjölbreytt að vanda, tónlist, hönnun, myndlist, gjörningum, leiklist og fleiru góðmeti er hrært saman í ólgandi suðupotti og fram eru bornir listaukar í boði ungs fólks sem af elju og metnaði miðlar af gnægtaborði listanna. Verið velkomin á Unglist 2007, aðgangur er ókeypis á alla viðburði og njótið vel!
 

Dagskrá


Föstudagur 02.11.

Austurbær Snorrabraut 37 Kl: 20:00

Tónleikar -Rokk, rokk og enn meira rokk í Reykjavík
Shogun
Gordon Riots
< 3 Svanhvít
Narfur
We made God
Klístur
Retro Stefson

Upplýsingamiðstöð Hins Hússins Pósthússtræti 3-5. kl:13:00.-17:00.
MYNDLISTARMARAÞON:
Myndlistarmaraþoni hleypt af stokkunum. Afhent verða gögn og reglur um þátttöku. Vegleg verðlaun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og Lucas myndlistarvörum

Laugardagur 03.11.

Austurbær Snorrabraut 37 kl: 20:00.

Þegar laufið var ekki lengur nóg,
Reyndi hún satín, silki, bómull & ull
Tískusýning fataiðnnema
í Iðnskólanum í Reykjavík


Sunnudagur 04.11.

Norræna húsið Kl: 20.00.

Fagrir sígildir tónar sveima.

Nemendur frá tónlistarskólum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið leika fyrir gesti fjölbreytt verk frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar. Unaðslegt tækifæri til þess að gæða sér á undurfagri klassík. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Mánudagur 05.11.

Hitt Húsið- Upplýsingamiðstöð, Pósthússtræti 3-5 Kl:.20:00.

Maður er manns gaman-Listir, menning og önnur skemmtilegheit

Listakvöld í boði nemenda við Fjölbrautarskólann við Ármúla

Þriðjudagur 06.11

Hitt Húsið – Upplýsingamiðstöð. Pósthússtræti 3-5 Kl:.20:00.
List eða ólyst ?

Málþing um ungt fólk og listir, Unglist og skapandi sumarstörf.

Hefur listastarf ungs fólks eitthvað að segja? Hvað kemur út úr starfi af þessu tagi? Hvað á að koma út úr starfi af þessu tagi? Er því fé sem veitt er til listastarfs ungs fólks vel varið?

Miðvikudagur 07.11

Austurbær Snorrabraut 37 kl: 20.00.

Listin að dansa
Ef vel er að gáð má finna dans nánast í hverju sem er. Hægt er að segja að sjórinn dansi, fuglarnir og meira að segja fólkið þegar það gengur um götur borgarinnar, hvernig það mætist og sveigir til að mynda pláss fyrir hvert annað. Kvöldið er tileinkað dönsurum sem taka dæmið lengra og leyfa tilfinningum sínum að brjótast út í dansi. Kvöldið hefur einstakan sjarma og það má enginn láta það fram hjá sér fara.

Þátttakendur kvöldsins eru:

1. Íslenski Dansflokkurinn
2. Good Company
3. Danshópurinn Hnoð
4. Danslistarskóli JSB
5. Dansskóli Birnu Björns
6. Dansíþróttafélag Hafnafjarðar
7. Klassíski Listdansskólinn
8. Listdansskóli Íslands
10. Árbæjarþrek

Fimmtudagur 08.11.

Austurbær Snorrabraut 37 kl. 20.00.

3. úrgangur/faraldur
Í hringiðju grasrótarinnar skjótast upp allnokkrar baneitraðar gorkúlur og eitra hið hefðbundna leikhúsumhverfi Austurbæjar. Fyrir kvöldinu standa verðandi útskriftarnemar í myndlistardeild LHÍ.

Föstudagur 09.11.

Norræna Húsið kl. 20.00.

King Of the Iceberg
Bboying Keppni.
2 vs. 2 Böttl þar sem þátttakendur keppa um titilinn ,,King Of The Iceberg”.
8 sterkustu hópum landsins hefur verið boðið að taka þátt.
Freshness Award: 30 mínúta opinn hringur, sá sigrar sem er sterkastur á svellinu og rokkar ferskasta gallanum, opið öllum.

Laugardagur 10.11.

Austurbær Snorrabraut 37 kl: 20:00.

LEIKTU BETUR 2007
Framhaldsskólakeppni í leikhússporti

Disneyland má fara að vara sig, því laugardaginn 10. nóvember verður Austurbær skemmtilegasti staður á jörðinni! Þá verður leikhússportkeppnin Leiktu betur haldin þar í 6. sinn. Framhaldsskólanemar etja kappi í hörkuspennandi og stórskemmtilegri spunakeppni. Allt getur gerst. Ætlar þú að missa af þessu?
Húsið opnar kl 19:30 og að sjálfsögðu er frítt inn.

Myndlistasýningar:

Sýningar í Hinu Húsinu Pósthússtræti 3-5.
• 05.11-18.11 Sýning á verkum myndlistarmaraþons. Verðlaunaafhending fer fram laugardaginn 10.11. kl:16:00.
• 02.11.-10.11. Gallerí Tukt. Nemendur við Fjölbrautarskólann við Ármúla sýna okkur afrakstur stórskemmtilegrar skapandi vinnu þar sem unnið er með fjölbreyttan efnivið og stórhuga hugmyndir.

A.T.H. ókeypis aðgangur á alla viðburði Unglistar  Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit