Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Unglist - Dagskrá 2008

Unglist Listahátíð ungs fólks.
07.11.-15.11.2008

Unglist er vellauðug og alltaf í útrás enda hluti af mannauðshringnum Hitt Húsið Group. Unglist var stofnuð 1992 og hefur frá upphafi átt endalaus veð í tónlist, dansi,hönnun, myndlist, gjörningum, leiklist og annarri listsköpun ungs fólks. Unglist 2008 er örugg áhættufjárfesting fyrir framtíðina og lausafjárstaðan skiptir hana engu því ókeypis er á alla viðburði hennar.  Njótið vel.

Dagskrá

Föstudagur 07.11

HITT HÚSIÐ-KJALLARI Kl:20:00
TÓNLEIKAR – ROKK, ROKK OG ENN MEIRA ROKK Í REYKJAVÍK
Agent Fresco
Shogun
Happy Funeral
The Custom
Hinir

Upplýsingamiðstöð Hins Hússins Pósthússtræti 3-5.  kl:13:00.-17:00
MYNDLISTARMARAÞON:
Myndlistarmaraþoni hleypt af stokkunum.  Afhent verða gögn og reglur um þátttöku.  Vegleg verðlaun frá Myndlistarskólanum í Reykjavík og Lucas myndlistarvörum

Fjölbraut í Ármúla kl: 12:00
TEXTILL Á STRIGA – STRIGI Á TEXTIL

Í tilefni af Unglist og Peruviku FÁ munu nemendur í listgreinum, svo sem
fatahönnun, myndlist og. fl. sýna nokkur verk á "Steypunni" í FÁ.

Laugardagur 08.11
   
 Íslenska óperan v/Ingólfsstræti  kl. 13.00
LEIKTU BETUR 2008

Hörkuspennandi leikhússportkeppni milli framhaldsskólanna-
Betri skemmtun færðu ekki!
   
Sunnudagur 09.11
   
Norræna húsið  Kl: 20:00
SÍGILT AF GNÆGTABORÐI GÖMLU MEISTARANNA

Nemendur frá:
Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar
Tónlistarskólanum í Reykjavík
Nýja tónlistarskólanum
Tónlistarskólanum í Grafarvogi
Söngskóla Sigurðar Dementz
Sérstakur gestur frá Tónlistarskóla Kópavogs

   
Mánudagur 10.11
   
Hitt Húsið – Loftið. Pósthússtræti 3-5  Kl: 20:00
KING OF THE ICEBERG III

Bboying/Breikdanskeppni

Breikdanskeppni þar sem þeir allra bestu á Íslandi keppa um titilinn King Of The Iceberg.  Einnig er keppt um Ferskleikaverðlaunin í opinni 30 mínútna “sæfu” þar sem allir mega taka þátt.

Miðvikudagur 12.11

Sundhöllin við Barónsstíg  kl: 20:00
Í SPEEDO
(Myndlistarnemar eru ekki hræddir við að blotna)

Nemar á lokaári í myndlist í Listaháskóla Íslands halda sýningu í Sundhöll
Reykjavíkur. Sýningin er aðeins opin þetta eina kvöld en sum verkanna fá að standa lengur.

Vertu eitt með listinni og vatninu!

Fimmtudagur 13.11

 Íslenska óperan v/Ingólfsstræti  kl: 20:00
DANSINN DUNAR ENN

Dans er samsetning líkamshreyfinga sem notaðar eru til tjáningar. Einnig er orðið notað þegar dýr eiga samskipti með líkamlegum hreyfingum, líkt og býflugur. Það sama gildir um dauða hluti…. Logar og norðurljós eru sögð DANSA.

Kvöldið er tileinkað ungum dönsurum sem eru að feta sig áfram á vegi dansins og mun fjölbreytileikinn og sköpunargleðin ráða ríkjum.

1.    Íslenski dansflokkurinn
2.    Dansstúdíó Sigrúnar Birnu Blomsterberg
3.    Danslistaskóli JSB
4.    Listdansskóli Íslands
5.    Kramhúsið
6.    Dansstúdíó World Class
7.    Dansskóli Birnu Björns
8.    Danshópurinn Ice on Fire
9.    Danshópurinn HVIK
10.    Stúdentadansflokkurinn
11.    Listaháskóli Íslands

Föstudagur 14.11
   
 Norræna húsið  kl: 20:00
BÍT OG BLÁSTUR

Jazz, funk, balkan, bræðingur og tilraunamúsík, allt á einu bretti þar sem fram koma:

Mamas Bag
Blæti
Skver kvartettinn
Sextetinn Allir flottir/all sharp

Hitt Húsið –Upplýsingamiðstöð  kl: 20:00
LINDYRAVERS FYRIR OPNUM TJÖLDUM

Swingdans, gullaldarswingjazz og skemmtilegt fólk!

Kl. 20:00 til 21:00.
Kynningaræfing í Lindy-Hop, allir velkomnir, ungir sem aldnir! Grunnatriði Lindy-Hop kennd ásamt einum eða tveimur snúningum.

Kl. 21:00 til 22:00.
Framhaldshópur Lindyravers æfir swing-rútínu fyrir opnum tjöldum. Áhugavert samkennsluform sem hentar Lindy-Hop dansinum vel, öllum er frjálst að dansa, fíflast og taka þátt eftir getu. Lykilorðin eru að dans er ókeypis og enginn getur bannað fólki að dansa.


Laugardagur 15.11
   
Laugardagslaug v/ Sundlaugaveg -innilaug kl: 20:00
TÍSKUSÝNING FATAIÐNDEILDAR TÆKNISKÓLANS

Ef kynni ég að sauma ég keypti mér lín
og klæði ég gerði mér snotur og fín
Til sýnis ég setti þau öll á svið
svo allir gætu séð þessi fallegu snið
 
    ANNAÐ
•    Sýning á myndverkum keppenda úr myndlistarmaraþoni Unglistar verður haldin í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5 tímabilið 10/11 til 22/11. 
•    Verðlaunaafhending fer fram laugardaginn 15.11. kl:16:00.


ATH. ÓKEYPIS ER Á ALLA VIÐBURÐI UNGLISTAR

www.unglist.is
 Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit