Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Unglist - Dagskrá 2010

Unglist listahátið ungs fólks 2010
05.11.-13.11.2010
Unglist er haldin í nítjánda sinn í ár og er því orðin tjáningur sem fer henni vel. Stórafmæli næst. Tónlist, dans, hönnun, myndlist, gjörningar, leiklist og önnur listsköpun ungs fólks í aðalhlutverki. Ekki missa af framtíðinni því hún er núna! Ókeypis inn á alla viðburði Unglistar samkvæmt hefð sem myndaðist á síðustu öld.  Unglist er einstök, æðisleg og ofursvöl.  Njótið hennar vel
 

Föstudagur 5. nóv.
Hitt Húsið-Upplýsingarmiðstöð kl: 13:00-17:00
Myndlistarmaraþon 
Myndlistarmaraþoni hleypt af stokkunum.  Afhent verða gögn og reglur um þátttöku.  Vegleg verðlaun frá Myndlistarskólanum í Reykjavík og Litalandi
 
 
Tjarnarbíó kl: 19:30
Tónleikar/Stage Europe Network 
Hunting the Robot frá Hollandi www.myspace.com/huntingtherobot
Kleinstadthelden frá Þýskalandi www.myspace.com/kleinstadthelden
Geriko frá Frakklandi www.myspace.com/gerikomusic
World Service frá Noregi www.myspace.com/worldservicenorway
California Stories Uncovered frá Póllandi www.myspace.com/californiastoriesuncovered
The Assassin of a Beautiful Brunette frá Íslandi www.myspace.com/theassassinof
Of Monster and Men frá Íslandi www.myspace.com/ofmonstersandmenmusic
Freerunning-hópurinn Radioactive Pants mun leika listir sínar
 
 
Laugardagur 6. nóv.
Tjarnarbíó  kl: 15:00 og 20:00
Dansinn dunar
Dansinn dunar nú sem aldrei fyrr.  Þverskurður af sköpunarkrafti og dansgleði ungra dansara Reykjarvíkur. 
Hip Hop, breik, modern, funk, jazz, contemporary, klassík og allt þar á milli. Nú fyllum við Tjarnarbíó með orku sem aldrei fyrr.
 
 
Sunnudagur 7.nóv.
Tjarnarbíó  kl: 20:00
Sígildir tónar flæða og fylla
Seiðandi sígildir tónar flæða og fylla Tjarnarbíó. Ungir og upprennandi tónlistarflytjendur úr sjö tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu munu flytja mögnuð meistarastykki tónlistarsögunnar. Ómþýðar jafnt sem ómstríðar sálir mega ekki missa af þessari girnilegu tónveislu
 
 
Miðvikudagur 10.nóv.
Tjarnabíó kl: 20:00
Hljómblandan
Hljómblandan er samansafn af hljómsveitum sem spila tónlist undir áhrifum frá ólíkum menningarheimum. Kvöldið er því nokkurs konar „hljóðferðalag". Fólk má búast við að heyra ólíkar tónlistarstefnur - m.a. popp, rokk, jazz og funk í bland á þessu einstaka kvöldi
 
 
Fimmtudagur 11.nóv.
Tjarnabíó kl: 20:00
Fjölleikur
Flutt verða áhugaverð atriði og gerðar tilraunir af ýmsum toga. Nemendur úr leiklistardeild, dansdeild og myndlistardeild LHÍ standa fyrir þessu fjöllistakvöldi sem hefst klukkan átta og lýkur þegar þá lystir og listinni lýkur
 
 
Föstudagur 12.nóv.
Tjarnabíó kl: 20:00
Leiktu betur
DÖMUR MÍNAR OG HERRAR!
Leiktu betur, hin árlega spunakeppni framhaldsskólanna er mætt í bæinn með sitt fríða og furðulega föruneyti! Keppt verður í gleði og skemmtun á meðan spéfuglar fljúga yfir sviðið. KÚNSTIR! SPRELL! SPRIKL! Þið munuð aldrei sjá neitt þessu líkt! Það verður stórkostlegt sjónarspil í Tjarnarbíói þetta kvöld!
 

Laugardagur 13.nóv.
Tjarnabíó  kl: 20:00
Tískusýning fataiðndeildar Tækniskólans
Nemendur fataiðndeildar Tækniskólans sýna hæfni sína í hönnun og handverki með fjölbreyttri tískusýningu. Sýningin er unnin í samstarfi við Elite Models og Airbrush & Makeup School
 
 
 
(Annað) Sýning í Gallerí Tukt
•Sýning á myndverkum keppenda úr myndlistarmaraþoni Unglistar verður haldin í Gallerí Tukt, Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5 tímabilið 08/11 til 13/11.  Verðlaunaafhending fer fram laugardaginn 13.11. kl: 15:00
 
Ath. Frítt er inn á alla viðburði Unglistar
Nánar upplýsingar um Unglist: www.unglist.is 


Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit