Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Unglist - Dagskrá 2011

Unglist Listahátíð ungs fólks

04.11.-12.11.2011

Ótrúlegt en satt, Unglist er nú haldin í tuttugasta sinn. Unglist fagnar afmæli sínu um leið og Hitt Húsið sem hefur fóstrað hana allt frá upphafi. Á slíkum tímamótum er rétt að staldra við og guða á glugga fortíðar.

Í áranna rás hafa fjölmargir ógleymanlegir viðburðir verið á dagskrá Unglistar þar sem ungt upprennandi listafólk hefur gefið okkur tækifæri til að njóta einstakrar listupplifunar. Í tilefni afmælisins fáum við nú starfandi listamenn til að draga fram perlur fortíðar. Hugmyndahópurinn Neo Geo, sem voru upphafsmenn að neðanvatnstónleikum á Íslandi og hélt eftirminnilegar listveislur í Sundhöll Reykjavíkur á Unglist á árunum 1998-2000, mun hefja hátíðina í ár með sérstakri Neo Geo veislu. Á sama hátt sköpuðu Curver Thoroddsen og Birgir Örn Steinarsson Sveim í svarthvítu 1995 en þar spiluðu hljómsveitir eins og t.d. Sigurrós, Múm, Reptilicus og Biogen tónlist við þöglar kvikmyndir og var sá viðburður fastur liður á hátíðinni í nokkur ár og nú verður afmælissveim í Tjarnarbíói. Rokkið í Austurbæ ber einnig keim af Unglist fyrri ára því að þar munu stíga á stokk hljómsveitir sem hafa komið mikið við sögu Hins Hússins og Unglistar á þessum tveimur áratugum. Við blásum í afmælislúðrana og minnum á að ókeypis er inn á alla viðburði Unglistar samkvæmt hefð sem myndaðist á síðustu öld. Unglist er einstök, æðisleg og ofursvöl. Njótið hennar vel Unglist 2009 dagskráUnglist 2011 program
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit