Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Listhópar Hins Hússins - Hópar 2012

Hitt Húsið er miðstöð ungs fólks á aldrinum 16-25 ára. Eitt af fjölmörgum verkefnum Hins Hússins eru Listhópar Hins Hússins sem starfræktir eru yfir sumartímann ár hvert. Ungu fólki gefst kostur á að sækja um og koma með hugmyndir að skapandi verkefnum og valdir hópar eða einstaklingar fá síðan tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum í 8 vikur. Þessi verkefni eru afar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg og eru sýnileg vegfarendum Reykjavíkurborgar yfir sumartímann.

Listafólkið stundar margt hvert nám við Listaháskóla Íslands eða við aðra listaskóla á háskólastigi og má því segja að margir séu komnir vel á veg með að gerast fagfólk í listum. Suma hópa skipar yngra fólk sem er að feta sig áfram á listbrautinni og eru verkefni þeirra ekki síður hugmyndarík og áhugaverð. 

Hver hópur er  metnaðarfullur og sköpunargleði og kraftur einkennir andann sem ríkir  á vinnustöðum þeirra. Starf hópanna gefur okkur tilefni til að líta upp úr hversdagsleikanum í erli dagsins og njóta listsköpunar. Hægt er að fylgjast með starfi listhópanna á veraldarvefnum á www.hitthusid.is eða hjá hverjum hópi fyrir sig. Komdu með í listaleiðangur í Reykjavík í sumar og njóttu þín í miðborginni.

Gleðilegt listasumar!

http://www.facebook.com/listhopar

 

HITT HÚSIÐ
CULTURAL AND INFORMATION CENTER FOR YOUNG PEOPLE

Hitt Húsið is a cultural and information centre for young people between the ages of 16 and 25. One of  numerous projects that Hitt Húsið holds are Creative Summer Groups which are operated over the summer time each year. Young people are given the chance to apply for work at Hitt Húsið where they can put forward their ideas for a creative summer project. Successful groups or individuals then get the opportunity to develop and work on their projects for 8 weeks. The projects are very diverse, creative and enjoyable and will be visible to pedestrians and people around the city of Reykjavík this summer.

Many of the young artists participating in the work are students at the Iceland Academy of the Arts or in other art schools of higher education and are therefore on their way to becoming professional artists. In some of the groups are younger people, that are taking their first steps within the field of art but are needless to say, just as determined to create quality projects.

Hitt Húsið Creative Summer Groups are very ambitious and vitality and creativity are amongst the things that characterises their work. These creative young people provide us with the perfect excuse to take a little break from our everyday life in the city and enjoy the creation of art. More information about the Creative Summer Groups can be found online on www.hitthusid.is or individually for each group. Come with us on an exciting art excursion this summer and enjoy being in the center of Reykjavík.

Have a great time!

http://www.facebook.com/listhoparFlýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit