Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Atvinnumál

Atvinnuráðgjafar Hins Hússins leitast við að hjálpa ungu fólki (17-25 ára) í atvinnuleit. 

Hægt er að leita til okkar varðandi ráðgjöf við atvinnuleit og öllu sem henni tengist.


Við bjóðum ýmis ráð í atvinnuleitinni:
 
  • Þú getur komið hingað í Hitt Húsið og kíkt á netið, skoðað atvinnuauglýsingar í dagblöðunum og fengið góð ráð í atvinnuleitinni.
     
  • Þú getur fengið skjöl með góðum ráðum í atvinnuleitinni, yfirlit yfir ráðningarmiðlanir á höfuðborgarsvæðinu og góð ráð um hvernig á að gera ferilskrá og undirbúa sig fyrir atvinnuviðtal. Einnig er hægt að fá send dæmi af ferilskrám og umsóknarbréfi.
     
  • Þú getur fengið upplýsingar um vinnu erlendis.
 

Auk þess erum við alltaf tilbúin að svara fyrirspurnum, hægt að hringja í síma 411-5500, senda póst á atvinnumal@hitthusid.is eða fylla út formið hér að neðan.

 

 Áttavitinn
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit