Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Vinnustaðanám Hins Hússins

Vinnustaðanám er tækifæri fyrir unga atvinnuleitendur til að fá starfsreynslu og þjálfun hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Námskeiðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18-29 ára og er samvinnuverkefni Hins Hússins og Vinnumálastofnunar.

Námskeiðið er í heildina sjö vikur og er þannig uppbyggt að fyrstu þrjár vikurnar koma þátttakendur á undirbúningsnámskeið í Hinu Húsinu. Í þriðju vikunni er valinn starfsstaður með tilliti til óska þátttakandans, þar sem áhugasvið, menntun og reynsla er höfð til hliðsjónar. Þátttakandi hefur svo störf í fjórðu vikunni og er við störf í fjórar vikur. Þegar að starfsstaður er fundinn er gerður samningur við viðkomandi starfsstað og í kjölfarið kynnt verklag á eftirfylgd sem atvinnuráðgjafar Hins Hússins annast.

Nánari upplýsingar veita starfsmenn atvinnumála Hins Hússins. Áttavitinn
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit