Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Heiti potturinn í Breiðholti

Heiti potturinn svart hvítt

Markmið Heita pottsins er að virkja ungt fólk til uppbyggilegs starfs í nærumhverfi sínu. Verkefninu er ætlað að efla hverfisvitund, stuðla að jákvæðri ímynd hverfa og styðja við fjölbreytt og skemmtilegt samfélag.

Að þessu sinni einblínir sjóðurinn sérstaklega á ungmenni á atvinnuleysisskrá. Kallað er eftir hugmyndum að fjölbreyttum, skemmtilegum og uppbyggilegum verkefnum til framkvæmdar á árinu 2014. Veittir verða styrkir að hámarki 200.000 kr. fyrir verkefni. Sjóðurinn er opinn öllu ungu fólki á aldrinum 16-25 ára á atvinnuleysisskrá og þurfa  umsækjendur að hafa lögheimili í Reykjavík. Bæði einstaklingar og hópar geta sótt um styrkinn.

Allar frekari upplýsingar má nálgast í Hinu Hússinu í gegnum síma 411-5500 eða með því að mæta til okkar við Pósthússtræti 3-5 þar sem einnig er veitt aðstoð við gerð umsókna.

ATHUGIÐ: Einstaklingar og hópar þurfa að vera búin að ganga úr skugga um að verkefnið sér framkvæmanlegt á því svæði sem þau ætla sér, og að tilskilin leyfi ef þeirra er þörf séu fengin fyrirfram.


REGLUR

  • Umsækjendur verða að vera á aldrinum 16-25 ára og hafa lögheimili í Reykjavík
  • Umsækjendur verða að vera á atvinnuleysisskrá
  • Verkefnið verður að vera framkvæmt á árinu 2014
  • Hámarksupphæð styrks er 200.000 kr
  • Fylgiskjöl eða annað sem umsækjendur kunna að vilja láta fylgja með umsókn skal sent ásamt kennitölu umsækjenda á hitthusid@hitthusid.is

 

Sækja um!

 

 texti

Tengt efni

Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit