Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Unglist - Dagskrá 2013

UNGLIST - LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS
08.11-16.11.2013

Í ár verður Unglist, listahátíð ungs fólks, haldin í 22. sinn. Á undanförnum árum hefur Unglist átt stóran þátt í að hefja hina ýmsu menningarkima ungs fólks á Íslandi til vegs og virðingar. Dansinn hefur dunað dátt, hljóðfæri verið þanin til hins ítrasta, leikarar hafa att kappi í spuna, fyrirsætur sprangað niður óhefðbundna tískupalla og óheft myndsköpun og skáldskapur hafa átt sinn fasta sess á hátíðinni. Það má því með sanni segja að Unglist sé hátíð þar sem fjölbreytileikinn þrífst eins og illgresi og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölmennum með fjölskyldu,  vinum og vandamönnum á fría viðburði og njótum lífsins og listarinnar.

THE YOUNG ART FESTIVAL
08.11-16.11.2013

This year, Unglist - Young Art Festival will be held for the 22nd time.  In recent years, Unglist has played a major role in expanding and boosting various aspects of art and youth culture in Iceland. Unglist has everything! Dancers battling it out, musical tones flowing, actors improvising, models displaying unique designs, uninhibited works of visual art and poetry,  all have their permanent place in the festival. In Unglist diversity thrives and everyone can find something to their liking.  All the events are free so bring your friends and family and enjoy!Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit