Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Hópar 2014

Skoða bækling - Listhópar Hins Húsins 2014Hitt Húsið er miðstöð ungs fólks á aldrinum 16-25 ára. Meðal fjölmargra verkefna þar eru Listhópar Hins Hússins sem starfræktir eru yfir sumartímann. Ungu fólki gefst kostur á að sækja um og  koma með hugmyndir að skapandi verkefnum og valdir hópar eða einstaklingar fá síðan tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum í átta vikur. Þessi verkefni eru afar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg og eru sýnileg vegfarendum Reykjavíkurborgar. Unga fólkið stundar margt hvert nám við Listaháskóla Íslands eða við aðra listaskóla á háskólastigi og má því segja að margir séu komnir vel á veg með að verða fagfólk í listum. Suma hópa skipar enn yngra fólk sem er að feta sig áfram á listbrautinni og eru verkefni þeirra ekki síður hugmyndarík og áhugaverð. Hver hópur er metnaðarfullur og sköpunargleði og kraftur einkennir andann sem ríkir á vinnustöðum þeirra. Unga fólkið gefur okkur tilefni til að líta upp frá amstri hversdagsleikans og Reykjavíkurborg verður staðurinn í sumar, þar sem allt getur gerst og von er á óvæntu stefnumóti við listagyðjuna. Hægt er að fylgjast með starfi listhópanna á veraldarvefnum á www.hitthusid.is eða hjá hverjum hópi fyrir sig. Komdu með í listaleiðangur í Reykjavík í sumar og njóttu þín í miðborginni.

Gleðilegt listasumar!

 

 Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit