Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Upplýsingar og Atvinnumál

Hitt Húsið er miðstöð fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára.  Húsið stendur við Pósthússtræti 3 -5 í hjarta borgarinnar.  Þar voru áður gamla lögreglustöðin og pósthús.  Gengið er inn í Hitt Húsið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis (rauða húsið á horninu). 

Upplýsingar
Í upplýsingamiðstöðina geta allir leitað og óskað eftir aðstoð eða góðum ráðum. Ungt fólk getur líka sent fyrirspurn í gegnum netið og setjum við okkur það markmið að svara innan viku. Ef svarið er vandfundið hjá okkur þá reynum við eftir bestu getu að komast að því hvar það er að finna. Í móttöku upplýsingamiðstöðvarinnar getur ungt fólk komið og fengið upplýsingar um allt og ekkert og spurt spurninga um hvað sem er. Við reynum að svara þeim eftir bestu getu.

Senda fyrirspurn

Atvinnumál
Atvinnumáladeildin býður upp á ýmsar gagnlegar upplýsingar og góð ráð í atvinnuleitinni. Einnig er boðið upp á námskeið og auðvitað er líka hægt að koma og spjalla við atvinnuráðgjafa. Sjá nánar undir hlekknum Atvinnumál hér til vinstri.Áttavitinn
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit