Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Ráðgjöf og stuðningur

Í Hinu Húsinu stendur ungu fólki ýmis ráðgjöf og stuðningur til boða. Þetta starf er í stöðugri mótun eftir þörfum í samfélaginu og hjá ungu fólki.

Meginmarkmið fyrir Ráðgjöf og stuðning. 

· Ráðgjafadeild:Er vettvangur fyrir ungt fólk sem þarf á stuðningi og ráðgjöf að halda.

Meginmarkmið Ráðgjafadeildarinnar er:

Að upplýsa um félagsleg úrræði, veita ráðgjöf, og stuðning fyrir ungt fólk.

Að vera í góðu samstarfi við fagaðila og stofnanir Reykjavíkurborgar . Við veitum almenna ráðgjöf fyrir einstaklinga og svo á netinu og reynum ávallt að hafa þarfir unga fólksins í forgangi. Við erum með ýmiss félagslegan stuðning og vinnum með einstaklingum eða hópum. Einnig er stuðningur fyrir fatlaða og þar er okkar meginmarkmið að styðja hinn fatlaða til sjálfstæðis í samskiptum við aðra. Lögð er áhersla á þrjá meginþætti; efling sjálfstrausts, efling sjálfstæðis og eflingar samkenndar með öðrum.
Þar er unnið eftir tveimur grundvallarreglum. Annarsvegar að byggja á þeirri færni sem einstaklingurinn býr yfir í stað þess að horfa á það sem einstaklingurinn getur ekki, áhersla er lögð á hæfni, ekki vanhæfni. Hins vegar að veita einstaklingnum stuðning þegar hann þarf á því að halda og leyfa hverjum og einum að prófa sig áfram. Þannig öðlast fólk færni sem nýtist þeim síðar við að vinna hlutina án stuðnings. Einstaklingurinn fær tækifæri til að mynda sér skoðanir um hvað honum finnst vera skemmtilegt og hvað honum finnst síður gaman og velja eftir því, þannig að hann getur haft áhrif á eigið líf. 

 Áttavitinn
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit