Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Sagan

Hitt Húsið var opnað árið 1991 eftir að hugmyndin að tómstundaaðstöðu fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára hafði legið á borðum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur um nokkurt skeið.
 
Í fyrstu var Hitt Húsið staðsett í gamla skemmtistaðnum Þórskaffi í Brautarholti og var að mestu leyti rekið sem dansstaður fyrir ungt fólk. Fljótlega kom þó í ljós að ungt fólk vildi aðstöðu fyrir innihaldsríkari og uppbyggilegri starfsemi á sviði lista, menningar og fræðslu. Frá þeim tíma hefur Hitt Húsið smám saman tekið á sig þá mynd að vera menningar- og upplýsingarmiðstöð þar sem ungu fólki er veitt ýmis aðstoð og ráðgjöf, t.d. ráðgjöf til að koma hugmyndum sínum til framkvæmdar.


Áttavitinn
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit