Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Fjórirfjórðu tekur við af Fimmtudagsforleik

Fjórirfjórðu taka við af FIMMTUDAGSFORLEIK HINS HÚSSINS.
 
Hugmyndafræði Fjórirfjórðu er sú sama og fyrirennarans Fimmtudagsforleiks Hins Hússins.   Tónleikaröð yfir vetrartíman sem er hugsuð sem vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára til að koma tónlist sinni á framfæri jafnframt því að fá reynslu í því að sjá um tónleika. Tónleikaraðirnar byggja á hugmyndafræðinni að; útvega aðstöðu og tækjabúnað til tónleikahalds og búa með því til vettvang í samstarfi við ungt tónlistarfólk þar sem að það getur öðlast reynslu í öllum hliðum þess að sjá um tónleika og því að koma tónlist sinni á framfæri.  Tónleikarnir fara fram á laugardageftirmiðdögum  í Betri stofu Hins Hússins.
 
Svo að nú er bara að byrja á að æfa sig og skrá sig síðan til þátttöku. Nú er um að gera að aðfylla út umsókn(sækja word-skjal uppi hægra megin á síðunni) sem fyrst því giggin eru fljót að fjúka!
 

 

Músíktilraunir 2015 verða  haldnar í Hörpunni Norðurljósum.  Undankvöldin dagana 22,23,24 og 25 mars  og úrslitakvöldið verður 28 mars..   Skráning fer fram frá 23.febrúar-8.mars.  Nánari upplýsingar á www.musiktilraunir.is

 


Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit