Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Músíktilraunir

Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í 1 viku. Ungmenni á aldrinum 13-25 ára geta sótt um þátttöku með því að senda inn umsókn á netinu og greiða þátttökugjald. Undankvöld fara svo fram (4-5 kvöld) þar sem 40-50 hljómsveitir keppa að því takmarki að komast áfram á úrslitakvöldið. Um 10-12 hljómsveitir fara venjulega í úrslit; fyrstu 3 sveitirnar hljóta síðan glæsileg verðlaun af ýmsum toga. Einnig eru efnilegustu/bestu hljóðfæraleikararnir valdir og vinsælasta hljómsveit meðal áhorfenda/hlustenda kosin með símakosningu.

Undanfarin ár hefur úrslitakvöldinu verið útvarpað um land allt, auk þess sem að sjónvarpið hefur tekið það upp og sýnt síðar.
Fyrir utan þau frábæru fyrirtæki sem stutt hafa við bakið við okkur í sambandi við verðlaun sigursveitanna, þá hafa Músíktilraunir í gegnum árin átt góða bakhjarla. Þar má helsta telja  Senu, Icelandair, FÍH og Rás 2. Hitt Húsið stendur nú að skipulagningu Músíktilrauna og býr þeim glæsilega umgjörð; hvort sem litið er til húsnæðis, starfsfólks eða tæknilega hlutans.


Að taka þátt í Músíktilraunum er frábær upplifun og ómetanleg reynsla fyrir upprennandi og skapandi tónlistarfólk.


Músíktilraunir 2015 verða  haldnar í Hörpu Norðurljósum dagana 22,23,24 og 25 mars  og úrslitakvöldið 28.mars.  Skráning fer fram á www.musiktilraunir.is frá 23. febrúar.- 8. mars. 2015.

 Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit