Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


UNGLIST - LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS

Unglist, listahátíð ungs fólks, hefur verið árviss viðburður á haustdögum í Reykjavík frá árinu 1992.  Hátíðin hefur staðið yfir í rúma viku í hvert sinn með fjölda þátttakenda og njótenda. Það er breytilegt frá ári til árs hvar viðburðirnir á hátíðinni fara fram.  Unglist hefur alla tíð verið starfrækt í tengslum við Hitt Húsið. 

Dagskráin samanstendur af tónlist, hönnun, tísku, ljósmyndun, myndlist og leiklist svo að eitthvað sé nefnt og hefur endurspeglað það sem hefur verið í gangi í listsköpun hjá ungu fólki. Frítt er inn á alla dagskráliði hennar og hefur það verið hennar sérstaða.

Nú er um að gera að leggja höfuðið í bleyti og búa sig undir að vera með og taka þátt en árið 2014 hefst hátíðin 7. nóvember og mun ljúka þann 15. nóvember. Allt ungt fólk á aldrinum 16-25 ára getur komið með hugmynd og framkvæmt sinn viðburð á hátíðinni.  Allar nánari upplýsingar um hátíðina má fá hjá  Menningardeild Hins Hússins í síma  411 5526.

 

Skoða dagskrá 2014Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit