Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Listhópar Hins Hússins

Listhópar Hins Hússins – Umsóknarfrestur er til 31. mars. 2014.
Aldur starfsmanna 17 – 25 ára.

Hópum eða einstaklingum býðst að starfa á tímabilinu 02.06.-25.07.´14.  í 8 vikur við framkvæmd eigin verkefna á sviði lista. Skila þarf inn umsókn þar sem fram koma eftirfarandi upplýsingar um verkefnið:
 
- Greinargóð lýsing á verkefninu, umfangi þess og markmiðum.
- Tíma- og verkáætlun verkefnisins.
- Fjárhagsáætlun.
- Upplýsingar um aðstandendur verkefnisins og tilgreina einn aðila sem tengilið verkefnisins.
 
Útprentuðum umsóknum skal skilað í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, merktum “Listhópar Hins Hússins,” en auk þess þarf að sækja um verkefnið á heimasíðunniwww.reykjavik.is/sumarstorfog þarf útprentuð staðfesting frá þeim að fylgja umsókninni.
Athugið að eingöngu er um laun til einstaklinga að ræða en ekki önnur fjármögnun á verkefninu.  Störfin eru einungis fyrir aðila með lögheimili í Reykjavík
 
Afgreiðsla umsókna.
4 manna nefnd skipuð forstöðumanni Hins Hússins, deildarstjóra menningarmála Hins Hússins, fulltrúa frá LHÍ og einum utankomandi aðila tengdum menningu og listum fer yfir umsóknirnar og velur ákjósanleg verkefni.
 
 
Þættir sem nefndin hefur m.a. til hliðsjónar við verkefnaval:
 
• Markmið,verkáætlun og framkvæmd.
• Frumleika hugmyndarinnar.
• Samfélagsleg vídd verkefnisins.
• Reynsla umsækjenda.
• Fjárhagslegur bakhjarl verkefnisins sé tryggður.
• Fjölbreytni í verkefnavali/ vægi á milli listgreina-málaflokka.
• Kynjahlutfall umsækjenda.
• Gæði umsóknarinnar
 
ATH. Gerð er sú krafa að þeir sem að fá úthlutað taki þátt í sameiginlegri dagskrá Listhópa Hins Hússins á þremur Föstudagsfiðrildum sem fara fram í miðborg Reykjavíkur á tímabilinu og á 17 júní og Menningarnótt.
 
Nánari upplýsingar varðandi Listhópa Hins Hússins má fá hjá Menningardeild Hins Hússins í síma 411 5526 


Listhópar Hins Húsins 2012Listhópar Hins Hússins 2014
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit