Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


texti

Fréttir og tilkynningar

Félagstarf fatlaðra í Hinu Húsinu

03.01.2013

Í Hinu Húsinu fer fram fjörugt og fjölbreytt félagstarf. Ungmenni með fötlun eða þroskaskerðingu geta valið um að sækja opið félagstarf Tipp Topp (fyrir 16 - 40 ára) á miðvikudagskvöldum, Ung Topp (16 - 25 ára) á föstudagskvöldum, ýmsa klúbba, frístundastarf eftir skóla, sumarstörf, vinahópa og tekið þátt í listahátíðinni List án Landamæra.

Meginmarkmið með starfinu er að styðja ungmennin til sjálfstæðis í samskiptum við aðra. Leitast er við að efla sjálfstraust, sjálfstæði og samkennd.

Með starfinu er einnig leitast við að vekja vitund á að fólk með fötlun á að hafa sömu möguleika á almennum lífsgæðum og aðrir. Ungt fólk með fötlun getur þroskast, vaxið og dafnað ef það fær viðeigandi þjónustu. Í Hinu Húsinu er lögð áhersla á að bjóða upp á þroskandi frístundastarf og félagsskap þar sem virðing og vinátta er í hávegum höfð.
Meðal þess sem starfsfólkið okkar vinnur eftir er:

Hér til hliðar má skoða hvað er í boði.

Lögð er áhersla á taka mið að þörfum og væntingum hvers einstaklings með faglega þjónustu að leiðarljósi. Starfsfólk Hins Hússins mæta ungmennunum á jafningjagrundvelli og veita þeim stuðning eftir þörfum.
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit