Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


Topp Starfsmenn

 

 

Topp Starf er sumarstarf fyrir ungmenni með fötlun eða þroskaskerðingu á aldrinum 16 – 20 ára. Verkefnið er atvinnutengt frístundaúrræði og hefur verið starfsrækt síðastliðin fimm ár hjá Hinu Húsinu. Markmiðið með verkefninu er tvíþætt. Annars vegar að gefa ungmennum tækifæri til að starfa á almennum vinnumarkaði og í leiðinni sýna fram á að þau séu fullgilt vinnuafl þrátt fyrir sínar fatlanir eða skerðingar. Hins vegar að efla sjálfstæði einstaklinga og styrkja félagsleg tengsl þar sem verkefnið er atvinnutengt frístundaúrræði þar sem einnig er lögð áhersla á fjölbreytt frístundastarf eftir að vinnutíma lýkur.

Leiðbeinandi fer með 1-3 Topp Starfsmenn á starfsstað, fer það eftir starfseminni hversu stór hópurinn er. Leiðbeinandinn og Topp Starfsemennirnir starfa saman og er vinnutíminn á starfsstaðnum um 4 tímar, eftir það tekur við fjölbreytt tómstundastarf. Starfið er því um leið starfsþjálfun, þjálfun í strætisvagnaferðum og tómstundir með því markmiði að kynna þau fyrir menningu sem tengist þeirra aldri.

Vinnutími leiðbeinenda er frá kl. 8.00 – 16.00 en Topp starfsmenn mæta 8:30 og eru til 15:30.

Grunnstoðir starfsins byggjast á frumkvæði, metnaði og samvinnu leiðbeinenda og ungmenna.

Verkefnin sem Topp Starfsmenn annast eru meðal annars: áfyllingar í verslunum Hagkaup og Bónus, handverkstæðið Ásgarður, ræsting og matsalur í World Class, flokkun og útburður hjá Póstinum og kirkjugarðar í Gufunesi og Fossvogi. Í störfunum í kirkjugörðunum felst m.a.:


að taka í sundur kransa og endurvinna
að setja niður blóm
að tyrfa
að raka lauf
að raka stíga
að sanda

Brýnt er fyrir leiðbeinendum að vinna ekki fyrir ungmennin. Starfið er þjálfun í vinnuháttum, taka sér lögmætar pásur og kaffihlé og sinna þeim störfum sem þarf að sinna þess milli. Taka kaffipásur og mat á sama tíma og hinir. Topp Starfsmenn eiga að vinna eftir færni og getu og fullnýta þá þætti. Þannig er leiðir að markmiðinu nýttar.

-------------------------------------------------

Í Topp Starfi er einnig starfræktur hópur sem annast gæðaeftirlit. Það verkefni er sumarúrræði fyrir ungmenni með mikla fötlun eða þroskaskerðingu á aldrinum 16 – 20 ára. Verkefnið er á tilraunastigi en það tengist atvinnutengdu frístundaúrræði fyrir ungmenni með fötlun. Ungmenni sem hafa of litla hreyfifærni til að vinna verkefni í Topp Starfi fá það hlutverk að sinna gæðaeftirliti með starfstöðvunum. Markmiðið með verkefninu er að efla sjálfstæði einstaklinga og styrkja félagsleg tengsl.

Leiðbeinandi fer með ungmennin á starfsstað. Leiðbeinandinn og ungmennin starfa saman og fara yfir gæði starfsins, skrá aðgengi og umgengni á vinnustað ásamt fleiri verkefnum. Hafa ber í huga að gæðaverkefni miðar einvörðungu að umbótum á starfi Topp Starfs og Hins Hússins. Niðurstöður úr athugunum eftirlitsmanna verða notaðar til skýrlsugerðar og mats á starfi. Á öðrum stundum er fjölbreytt tómstundastarf.

Unnið er samkvæmt lögum um málefni fatlaðra, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og siðareglum Þroskaþjálfa.

 Facebooksíða Ung Topp og Tipp Topp
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit