Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


List án landamæra

- AUÐ-LESINN TEXTI NEÐST Á SÍÐUNNI -

List án landamæra er með skrifstofu í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5. 

Margrét M. Norðdahl, framkvæmdastýra Lista án landamæra

Sími: 691-8756 og 411-5534

Email: listanlandamaera@gmail.com

Heimasíða List án Landamæra

List án landamæra á Facebook

List án landamæra er árleg listahátíð með áherslu á  fjölbreytileika mannlífsins.
Allir sem vilja geta tekið þátt! Á hátíðinni vinnur listafólk saman að allskonar list með frábærri útkomu. Það leiðir til auðugra samfélags og aukins skilnings manna á milli.

Hátíðin er vettvangur eða þak yfir viðburði og hefur það að markmiði að vera síbreytileg og lifandi. Hátíðin er ekki stofnun heldur grasrótarsamtök.

Samstarfsaðilar í stjórn hátíðarinnar eru: Fjölmennt, Átak, Hitt húsið, Landssamtökin Þroskahjálp, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Öryrkjabandalag Íslands og Bandalag íslenskra listamanna.

Fjölmargir koma að hátíðinni. Stofnanir, samtök, félög, listahópar ýmiskonar og einstaklingar. Sem dæmi má nefna Þjóðminjasafnið, Norræna húsið, Gerðuberg menningarmiðstöð, Listasalur Mosfellsbæjar, Harpan,  Akureyrarstofa, Sláturhúsið menningarmiðstöð og Edinborgarhúsið.

 Hátíðin er haldin um allt land að vori og stendur yfir í 2-3 vikur. Viðburðir eru að meðaltali um 60 talsins og þátttakendur/listafólk á sjötta hundrað. 

Ávinningur af listahátíðinni List án landamæra

- List án landamæra leggur áherslu á jákvæða birtingarmynd  fólks með fötlun sem fullgildra þátttakanda.

- Listafólk og þátttakendur í hátíðinni eru fyrirmyndir . Áhrifamáttur fyrirmynda er mikill og mikilvægt að fyrirmyndir séu ,,allskonar’’ og spegli samfélagið í sinni fjölbreyttustu mynd.

- List án landamæra eykur skapandi virkni og hvetur til þátttöku í menningarlífinu.

- Á hátíðinni skarast ósýnileg landamæri.

- List án landamæra skapar tækifæri.

- List án landamæra greiðir leiðir og tengir fólk saman.

- List án landamæra stuðlar að aukinni þekkingu sem leiðir af sér minni fordóma.

- List án landamæra eykur jákvæða umfjöllun um fólk með fötlun í fjölmiðlum.

- List án landamæra skapar vettvang milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks og eykur þannig fjölbreytileika mannlífsins í Reykjavík og á landinu öllu.

- Í kringum hátíðina eykst jákvæð umfjöllun í fjölmiðlum um fólk með fötlun til muna!

Af hverju?
Með því að skapa vettvang skapar maður tækifæri. Leiðir opnast, jafnvel inn á nýjar brautir og með því að kynna saman hópa og einstaklinga opnast alltaf fleiri og fleiri dyr og tækifæri.

List án landamæra er þannig hátíð þess mögulega, hátíð margbreytni og tækifæra fyrir alla.

Markmið

Markmið hátíðarinnar er að auka gæði, gleði, aðgengi, fjölbreyttni og jafnrétti í menningarlífinu.Við viljum koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks.  Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni. Sýnileiki hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum.

 Viðurkenningar

List án landamæra hlaut Múrbrjót Þroskahjálpar árið 2009 fyrir ,, Menningarhátíð sem stuðlar að þátttöku og samskipan’’. Hátíðin var tilnefnd til Hvatningaverðlauna ÖBÍ árið 2011 í flokki umfjöllunar/kynningar fyrir ,, að koma list fólks með fötlun á framfæri og stuðla að samstarfi fatlaðs og ófatlaðs listafólks’’ . Eftir síðustu hátíð 2012 fékk List án landamæra Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar, á viðurkenningarskjali segir: ,, Listahátíðinni hefur tekist með starfi sínu að skapa vettvang milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks og auka þannig fjölbreytileika mannlífsins í Reykjavík’’ .

Sagan

Ákveðið var að efna til þessarar hátíðar á Evrópuári fatlaðra árið 2003, síðasta vor 2012 var níunda hátíðin haldin.Hátíðin hefur breyst og þróast ár frá ári og fleiri eru að verða meðvitaðir um gildi hennar í listalífinu, bæði þátttakendur og njótendur. Á árunum 2007 – 2011 hefur aukning á viðburðum orðið 145%. Þátttakendur (listafólk) í hátíðinni 2012 voru um 600 og viðburðir um 60 talsins. Hátíðin hefur stuðlað að samvinnu við listasöfn, starfandi  listafólk, leikhópa og tónlistarfólk svo eitthvað sé nefnt.

Síðustu árin hefur listafólk og hópar frá Norðurlöndunum óskað eftir samstarfi og komið til Íslands og sýnt verk sín á hátíðinni. Hátíðin hefur meðal annars fengið stuðning  og styrk frá Norrænu ráðherranefndinni og Norræna menningarsjóðnum ásamt fleiri norrænum sjóðum í tengslum við skandinavísk verkefni. Fyrir utan beina listviðburði hefur List án landamæra stuðlað að umræðu m.a í samvinnu við Háskóla Íslands, Þjóðminjasafnið og Norræna húsið um ímynd fatlaðra í listum og list fatlaðra. 

Hátíðin er haldin um allt land og sífellt bætast  bæjarfélög í hópinn.

Listamaður Listar án landamæra
Á hverju ári er valinn listamaður hátíðarinnar hvers verk prýða kynningarefni hátíðarinnar það árið. Árið 2011 var það Guðrún Bergsdóttir útsaumslistakona sem hlaut tilnefninguna og sýndi hún verk sín í Hafnarborg í Hafnarfirði. Árið 2012 bárust 8 tilnefningar. Í dómnefnd sátu fulltrúar Nýlistasafnsins, Kling og Bang gallerís og listamaður hátíðarinnar 2011.

Eftir miklar umræður valdi dómnefndin listamanninn Ísak Óla Sævarsson en hann hefur getið sér gott orð fyrir verk sín. Í desember var auglýst eftir tilnefningum fyrir listamann hátíðarinnar 2013. 

Fjölbreytnin í mannlífinu er kostur sem nýtist okkur

til nýrra uppgötvana og auðugra lífs.

Ímynd og viðhorf eru nátengd, viðhorfin þurfa að breytast í átt til þess að meta mismunandi einstaklinga á mismunandi hátt. Að sjá auðlindina og ljósið í hverjum og einum og að í stað þess að sjá skerðingu að sjá þar náðargáfu. Tækifæri ekki takmarkanir.

AUÐLESINN TEXTI

Audlesinn_texti

List án landa-mæra er lista-hátíð sem er haldin ár-lega. Allir sem vilja geta tekið þátt!

Mark-mið

Mark-mið hátíðarinnar er að auka gæði, gleði, aðgengi, fjölbreyttni og jafn-rétti í menningar-lífinu.Við viljum koma list fólks með fötlun á fram-færi og koma á sam-starfi á milli fatlaðs og ó-fatlaðs lista-fólks.  Sýni-leiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í sam-félaginu og í sam-félags-umræðunni. Sýni-leiki hefur bein áhrif á jafn-rétti á öllum sviðum.

Á-vinningur af lista-hátíðinni List án landa-mæra

- List án landa-mæra leggur áherslu á já-kvæða birtingar-mynd  fólks með fötlun sem full-gildra þátt-takanda.

- Lista-fólk og þátt-takendur í hátíðinni eru fyrir-myndir . Áhrifa-máttur fyrir-mynda er mikill og mikilvægt að fyrir-myndir séu ,,allskonar’’ og spegli sam-félagið í sinni fjöl-breyttustu mynd.

- List án landa-mæra eykur skapandi virkni og hvetur til þátt-töku í menningar-lífinu.

- Á hátíðinni skarast ó-sýnileg landa-mæri.

- List án landa-mæra skapar tæki-færi.

- List án landa-mæra greiðir leiðir og tengir fólk saman.

- List án landa-mæra stuðlar að aukinni þekkingu sem leiðir af sér minni for-dóma.

- List án landa-mæra eykur já-kvæða um-fjöllun um fólk með fötlun í fjöl-miðlum.

- List án landa-mæra skapar vett-vang milli fatlaðs og ó-fatlaðs lista-fólks og eykur þannig fjöl-breyti-leika mann-lífsins í Reykjavík og á landinu öllu.

- Í kringum hátíðina eykst já-kvæð um-fjöllun í fjöl-miðlum um fólk með fötlun til muna!

Hátíðin er haldin um allt land og sífellt bætast  bæjarfélög í hópinn.

 Heimasíða Listar án Landamæra
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit