Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


GAGNLEGIR TENGLAR

Hér má finna ýmsa gagnlega tengla fyrir ungt fólk með fötlun og foreldra, aðstandendur og aðstoðarfólk þeirra. Smellið á myndirnar til að komast á síðurnar.

 Áttavitinn.is er upplýsingagátt miðuð að ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Á síðunni má finna hagnýtan fróðleik sem viðkemur hinum ýmsu sviðum lífsins. Áttavitinn er í samstarfi við Tótal-ráðgjöf, en það er öflugt teymi fagaðila sem svarar nafnlausum spurningum á netinu endurgjaldslaust. Helsta markmið Áttavitans er að styrkja ungt fólk í að taka upplýstar ákvarðanir og velja jákvæða lífsleið. Vefsíðan er mjög aðgengileg og þar er að finna góðar og áreiðanlegar upplýsingar. Flóknir hlutir eru settir fram á mannamáli og listuð upp þau tækifæri og réttindi sem standa ungu fólki til boða. Áttavitinn er rekinn af Hinu Húsinu í Reykjavík

 Þroskahjálp eru landssamtök sem ú grundvallaratriðum byggja stefnu sína á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Íslendingar hafa undirritað. Á heimasíðu samtakanna má finna gagnlegar upplýsingar, lög og reglur og ýmsa fræðslu um réttindi og fleira. 

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar er frábær síða sem veitir fötluðu fólki og aðstandendum þeirra hlutlausar upplýsingar á jafningjagrundvelli. Þar er einnig að finna fjölbreytt námskeið og fræðslu. Síðan er vel uppbyggð og aðgengileg með þarfir fatlaðra að leiðarljósi.

 Sjónarhóll veitir faglega og óháða ráðgjöf fyrir aðstandendur barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða. Sjónarhóll er miðpunktur þjónustu á þessu sviði, þekkingartorg þar sem hægt er að finna á einum stað yfirgripsmikla vitneskju og reynslu sem hingað til hefur verið dreifð um borg og bæi. Sjónarhóll er umboðsmaður fjölskyldna barna með sérþarfir; hann gætir að réttindum þeirra, eflir möguleika þeirra og veitir leiðsögn á leið til betra lífs.

 

 

 

 

FRAMHALDSKÓLAR

Borgarholtsskóli býður upp á nám fyrir ungmenni með fötlun. Boðið er upp á fjögurra ára nám þar sem á fyrsta og öðru ári er lögð áhersla á að viðhalda og bæta við þá færni og þekkingu sem fyrir er, en á þriðja og fjórða ári er lögð áhersla á tengingu við atvinnulífið þar sem nemendur fara í starfskynningar og starfsþjálfun.Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit