Þú ert að skoða gamla vef Hins Hússins - Fara á nýjan vef


AUÐLESIÐ EFNI - virðing og vinátta

 

 

Í Hinu Húsinu fer fram fjöl-breytt félags-starf. 

Hægt er að velja um

 • Tipp Topp (á mið-viku-dags-kvöldum fyrir 16 - 40 ára),
 • Ung Topp (á föstu-dags-kvöldum 16 - 25 ára),
 • Ýmsa klúbba,
 • Frí-stunda-starf eftir skóla,
 • Topp Starf - sumarstörf,
 • Vinahópa
 • List án Landa-mæra.

 

Mark-miðið með starfinu er að styðja ung-mennin til sjál-stæðis í sam-skiptum við aðra. Reynt er að efla sjálfs-traust, sjálf-stæði og sam-kennd.

Hér til hliðar má skoða hvað er í boði.

Í Hinu Húsinu eru allir jafnir og fá stuðning ef þeir þurfa.

AUÐLESIÐ EFNI - Sumarstörf fyrir ungmenni með fötlun

Audlesinn_texti

 

Topp-Starf er sumar-starf fyrir ung-menni með fötlun eða þroska-skerðingu á aldrinum 16 – 20 ára. Ung-menni fá tæki-færi til að starfa á al-mennum vinnu-markaði og skipuleggja fjölbreytt frístundastarf eftir að vinnutíma lýkur.

Starfið er starfs-þjálfun, þjálfun í strætis-vagna-ferðum og kynning á menningu sem tengist þeirra aldri.

Vinnu-tími leið-beinenda er frá kl. 8.00 – 16.00 en Topp starfs-menn mæta 8:30 og eru til 15:30.

Grunn-stoðir starfsins byggjast á frum-kvæði, metnaði og sam-vinnu leið-beinenda og ung-menna.

Verkefnin sem Topp Starfs-menn annast eru meðal annars:

 • Hagkaup
 • Bónus
 • hand-verk-stæðið Ásgarður
 • World Class, mat-salur og barna-pössun
 • Póstinum, flokkun og út-burður
 • kirkju-garðar í Gufunesi og Fossvogi.

 

Unnið er sam-kvæmt lögum um mál-efni fatlaðra, sátt-mála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, mann-réttinda-yfir-lýsingu Sameinuðu þjóðanna og siða-reglum Þroska-þjálfa.Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit